Réttargæslumaður foreldra Birnu gagnrýndi fjölmiðla harðlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 15:20 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari hefur sótt málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu Brjánsdóttur fór hörðum orðum um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. Sagði hún umfjöllun fjölmiðla hafa haft mikil áhrif á fjölskylduna og aukið vanlíðan foreldranna. Hanna Lára gerði grein fyrir kröfum foreldra Birnu í málinu en Thomas Olsen er ákærður fyrir að hafa orðið dóttur þeirra að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar Birnu leggja fram einkaréttarkröfur í málinu og krefjast hvort um sig miskabóta frá Thomasi. Réttargæslumaðurinn fór yfir það hversu mikil og slæm áhrif málið allt hefur haft á líðan þeirra.Margfalt áfall fyrir fjölskyldu Birnu Í máli hennar kom fram að bæði faðir og móðir Birnu séu greind með áfallastreitu á háu stigi enda væri það mikið áfall að missa barn sitt með þeim hrottafengna hætti sem um ræddi í málinu. Áfallið væri margfalt. Hanna Lára sagði að bæði foreldrar Birnu sem og bróðir hennar væru í raun að bíða af sér veðrið. Þannig hafi umræða, afskipti og fréttaflutningur haft mikil áhrif á fjölskylduna og þættir eins og breyttur framburður Thomasar lengt áfallið þannig að sorgarferli hafi ekki byrjað. Margir viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna Umræður á samfélagsmiðlum hafi einnig reynt mikið á auk þess sem margir hafi viljað vera í beinum samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi ókunnugir bankað upp á fjölskyldunni, eitthvað sem ekki hafi þjónað neinum tilgangi. Þá gagnrýndi Hanna Lára fjölmiðla og umfjöllun þeirra af réttarhöldunum harðlega. Sagði hann að fjölmiðlafár og nánast beinar útsendingar úr réttarhöldunum hefðu aukið vanlíðan foreldranna. Vissulega hefðu fjölmiðlar skyldum að gegna en sumir fjölmiðlar hefðu farið offari og verið nákvæmir í lýsingum. Þetta hefði valdið óbærilegum sársauka og sagði réttargæslumaðurinn að fjölmiðlar ættu að endurskoða það hvernig fréttaflutningur er af málum sem þessum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 „Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
„Þú myrtir þessa stelpu“ Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. 1. september 2017 12:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent