Þungbærar tvær vikur á Landspítalanum Ingvar Þór Björnsson skrifar 1. september 2017 23:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikilvægt að ræða opinskátt um þann vanda sem sjálfsvíg eru og beina sjónum að orsökum og leiðum til forvarna. Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira