Þegar menntamálaráðherrann lagði niður zetuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. september 2017 10:00 Magnús Torfi Ólafsson. vísir/gva „Uppgjöf eða eðlileg breyting?“ Svo hljóðaði spurningin sem blasti við lesendum Morgunblaðsins að morgni 5. september árið 1973 en degi áður hafði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra ákveðið að leggja skildi zetuna niður. „Það hafði komið í ljós, þegar nefndin sem vinnur að endurskoðun stafsetningarinnar, var farin að starfa að algjör samstaða var innan hennar um þessa sérstöku breytingu,“ vitnaði blaðamaður Morgunblaðsins óbeint í ráðherra. Auk Magnúsar spurði Morgunblaðið fimm karlmenn út í ákvörðunina. Halldór Halldórsson, prófessor og formaður nefndarinnar, sagði að líta mætti svo á sem þetta væri róttæk breyting. „Það má líka segja, að þetta sé hvarf til fyrri tíma, vegna þess að þetta er mjög svipað ástand og var fyrir 1929.“ Baldur Jónsson lektor var hins vegar ósáttur við brotthvarf zetunnar og aðrar stafsetningarbreytingar sem gerðar voru samtímis. „Yfirleitt er það mikill ábyrgðarhluti að breyta stafsetningu og það gera menningarþjóðir alls ekki, nema þær séu til neyddar. Þetta veldur miklu meira raski, en menn koma auga á í fljótu bragði.“ Á sama máli var Jón Guðmundsson, yfirkennari við MR. „Ég tel enga ástæðu hafa verið til breytinga á stafsetningunni.“ Gunnar Finnbogason, sem titlaður var cand. mag., var öllu sáttari og sagði breytingarnar eðlilegar. Erlendur Jónsson íslenskukennari tók í sama streng og benti á að fjöldi rithöfunda hafi til að mynda alls ekki notað zetuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Uppgjöf eða eðlileg breyting?“ Svo hljóðaði spurningin sem blasti við lesendum Morgunblaðsins að morgni 5. september árið 1973 en degi áður hafði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra ákveðið að leggja skildi zetuna niður. „Það hafði komið í ljós, þegar nefndin sem vinnur að endurskoðun stafsetningarinnar, var farin að starfa að algjör samstaða var innan hennar um þessa sérstöku breytingu,“ vitnaði blaðamaður Morgunblaðsins óbeint í ráðherra. Auk Magnúsar spurði Morgunblaðið fimm karlmenn út í ákvörðunina. Halldór Halldórsson, prófessor og formaður nefndarinnar, sagði að líta mætti svo á sem þetta væri róttæk breyting. „Það má líka segja, að þetta sé hvarf til fyrri tíma, vegna þess að þetta er mjög svipað ástand og var fyrir 1929.“ Baldur Jónsson lektor var hins vegar ósáttur við brotthvarf zetunnar og aðrar stafsetningarbreytingar sem gerðar voru samtímis. „Yfirleitt er það mikill ábyrgðarhluti að breyta stafsetningu og það gera menningarþjóðir alls ekki, nema þær séu til neyddar. Þetta veldur miklu meira raski, en menn koma auga á í fljótu bragði.“ Á sama máli var Jón Guðmundsson, yfirkennari við MR. „Ég tel enga ástæðu hafa verið til breytinga á stafsetningunni.“ Gunnar Finnbogason, sem titlaður var cand. mag., var öllu sáttari og sagði breytingarnar eðlilegar. Erlendur Jónsson íslenskukennari tók í sama streng og benti á að fjöldi rithöfunda hafi til að mynda alls ekki notað zetuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira