Náttúrulaugar fullar af gerlum og skít Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2017 05:00 Laugarhólslaug í Bjarnarfirði er ein fjölmargra náttúrulauga á landinu. Ekki liggur fyrir hvort hún sé ein þeirra sem er full af gerlum. vísir/getty Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09