Enginn bauð í umdeilda framkvæmd við Birkimel Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 5. september 2017 13:44 Töluverð umferð er um Birkimel. Má það meðal annars rekja til þess að bæði Hótel Saga og Þjóðarbókhlaðan snúa að Birkimel. Vísir/GVA Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum. Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum.
Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00