„Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. september 2017 14:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir er iðjuþjálfi. Vísir/Vilhelm Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira