„Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. september 2017 14:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir er iðjuþjálfi. Vísir/Vilhelm Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira