„Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. september 2017 14:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir er iðjuþjálfi. Vísir/Vilhelm Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir velgengni foreldra vera á kostnað tengsla milli foreldra og barna. „Ef við höfum það gott og viljum klífa upp metorðastigann þá er það allt á kostnað tengsla. Þeir sem ná langt í lífinu eru ekkert endilega að sinna fjölskyldunum,“ segir Elín Ebba sem var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun í umfjöllun um geðheilbrigðismál. Elín Ebba segir tengslamyndun í grunnbernsku hafa áhrif seinna meir. Hún telur að foreldrar eigi að vera heima með börnunum sínum í það minnsta fyrsta eina og hálfa árið eftir fæðingu. „Það er búið að staðfesta það með rannsóknum að fyrstu árin tvö allavega hafa ofboðsleg mótunaráhrif í sambandi við þessa tengslamyndun,“ segir Elín Ebba. Elín Ebba segir tíðarandann hafa breyst mikið á síðustu árum í sambandi við uppeldi barna. „Það var nú líka svoleiðis áður fyrr að afinn og amman voru líka heima“, segir Elín Ebba og bætir við að áður höfum við verið stór fjölskylda og þá hafi alltaf einhver haft tíma fyrir börnin en nú er fólk sífellt að skutlast til og frá. „Við erum að eignast börn og þak yfir höfuðið allt á sama tíma og það var jafnrétti kvenna að koma börnunum í pössun, ég er ekkert á móti því,“ segir Elín en bætir við að jafnréttið megi ekki vera á kostnað gæða. „Við verðum að hlúa meira að börnunum.“Efnaminni hafa mesta þörf fyrir námskeið Hún leggur til að ungir foreldrar fái kennslu í tengslamyndun til að mynda jákvæð og heilbrigð tengsl sem vara lífsleiðina. „Við börðumst lengi fyrir því að koma börnunum okkar eins snemma á leikskóla og hægt væri, en ef við viljum virkilega leggja grunninn þá er hann þarna á fyrstu tveimur eða tveimur og hálfu árunum.“ Á heilsugæslum eru ýmis námskeið í boði fyrir verðandi foreldra en þau eru ekki gjaldfrjáls. „Það eru námskeið sem kosta peninga og oft eru það þeir sem hafa lægstu launin sem hafa mest fyrir að fara á þau.“Breytinga þörf í menntakerfinu Elín Ebba segir að menntakerfið hafi misst sjónar á því að menntun eigi að leita eftir hæfileikum fólks og koma þeim í farveg. „Geðheilbrigði tengist atvinnulífinu, tengist menntakerfinu og við búum til heilbrigðiskerfi en erum alltaf í viðgerðum.“ Hún telur ungu kynslóðina ekki jafn tilbúna til að vinna jafn mikið og hennar kynslóð. „Ungt fólk er farið að hafna því að menntun sé allt, en hvað með þá sem eru í öllum hinum störfunum sem við þurfum á að halda? Við þurfum að hefja til vegs og virðinga þetta verknám,“ og bendir á að erfitt geti reynst að fá menntaða múrara eða pípulagningarmenn. Að mati Elínar ættu að vera heilbrigðisstarfsmenn í skólum landsins, ekki bara sálfræðingar. „Af hverju kennum við ekki í 6. eða 7. bekk hugræna atferlismeðferð? Kennum krökkunum trixin að hafa áhrif á hugsun. Það er þetta sem þetta gengur út á. Af hverju bíðum við þangað til að við erum komin með kvíða og þunglyndi?“ segir Elín og bætir við að hún vilji hafa sálfræðinga á heilsugæslunum, en að það þurfi meira til.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira