98 ára, lögblind og prjónar eftir minni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2017 21:00 Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira