61 látinn og 200 slasaðir í Mexíkó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. september 2017 19:00 Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga. Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga.
Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00