„Sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 12:22 Ragnar Jónsson, með rauða möppu, kallaður inn í dómssal til að gefa vitnisburð sinn. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar og sérfræðingur í blóðferlagreiningu, segir að það hafi verið erfitt að gera blóðferlagreiningu á rauða Kia Rio-bílnum sem Thomas Møller Olsen hafði á leigu vegna þess að búið var að nudda burt blóðbletti og afmá þá. Thomas var með bílinn á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf en hann er ákærður fyrir að hafa banað henni. Hann neitar sök.Vísir fylgist með framvindu mála í beinni textalýsingu úr dómsal.Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir tóku á leigu.VísirReynt að nudda burt blóðið Ragnar var einn af nokkrum lögreglumönnum sem komu fyrir dóminn í morgun sem vitni. Hann sagði að þegar hann hafi fengið rauðu Kia Rio-bifreiðina til rannsóknar þá hafi það slegið hann hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum. Lífsýnarannsókn sem gerð var á blóðinu leiddi í ljós að það var úr Birnu. „Það sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum og þá sérstaklega á hægri afturhurð, hægra aftursæti, í lofti hægra megin og svo voru blettir á mælaborði. Þetta var sýnilegt með berum aukum. Síðar þenna sama dag notuðum við Luminol til að rannsaka bílinn og efnið lýsti upp blóðið í bílnum, hvort sem það var sýnilegt eða ekki,“ sagði Ragnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að það hafi í raun ekki verið hægt að fara í blóðferlagreiningu á bílnum til að finna út úr því hvað þar hafi gerst þar sem að búið var að reyna að nudda burt blóðið og afmá það. Aðeins hafi verið stakir blettir í loftinu og á sólskyggni sem væri dæmigert fyrir frákast.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Ragnar spjörunum úr varðandi blóðið í bílnum.Vísir/Anton BrinkÞrif á bílnum gengu ekki vel „Þetta eru einu blettirnir sem eru ekki ónothæfir. Þeir halda lögun sinni og sýna að manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða. Lengra komumst við ekki í þessu,“ sagði Ragnar. Hann sagði stefnu blettanna sem voru fram í sýna að um tvö högg væri að ræða því stefnan væri ekki sú sama. Þá væri ljóst að þeir kæmu úr aftursætinu. Ragnar sagðist aðeins geta verið viss um að höggin væru tvö en gat ekkert fullyrt um hvort þau hefðu mögulega verið fleiri. Luminolið sýndi að bíllinn var þrifinn en Ragnar sagði að þrifin hefðu ekki gengið neitt sérstaklega vel. „Við fjarlægðum aftursætið og undir því var blóðpollur. Á einhverjum tímapunkti hefur blóð farið þarna á milli,“ sagði Ragnar og nefndi að Birna hefði nefbrotnað í átökunum sem áttu sér stað í bílnum. Nefið sé blóðmikið svæði þegar hjartað slær og því blæðir mikið þegar á það kemur högg og áverki.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkEkkert benti til veru Nikolaj í bílnum Þá benti Ragnar á það að við ofbeldið hafi orðið mikil dreifing blóðs í mjög litlu rými. Enginn gæti þá sagt til um í hvaða stellingu Birna og sá sem gekk í skrokk á henni voru að sögn Ragnars vegna þess að ekki var hægt að gera blóðferlagreiningu. Spurður um staðsetninguna sagði hann þó að út frá ummerkjunum að dæma hefðu átökin meira átt sér stað hægra megin í aftursæti bílsins. Þá spurði ákæruvaldið Ragnar einnig að því hvort eitthvað benti til þess að það hefðu verið þrír í bílnum. Ragnar svaraði því þá til að það væri ekkert hjá Nikolaj, sem átti að hafa verið í hægra framsætinu, sem benti til þess að hann hefði verið í bílnum. Blóðið dreifðist fram í farþegasætið og sagði Ragnar að ef einhver hefði setið þar þá teldi hann það mjög ólíklegt að viðkomandi hefði sloppið við það að fá blóð á sig.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn. Þar fundu almennir borgarar, bræður sem tóku þátt í leitinni, skó Birnu. Þeir bera vitni í dag.vísir/vilhelmEngin merki um ælu Ragnar var svo spurður að því hvort mögulegt væri að einhver hafi setið í ökumannssætinu. Hann taldi svo ekki vera og vísaði í það hvernig blóð hefði þá átt að komast á mælaborðið í bílnum. Thomas hefur haldið því fram að hann hafi þrifið upp ælu í bílnum. Ragnar var spurður að því hvort einhver merki hafi verið um ælu í bifreiðinni og sagði hann svo ekki hafa verið. Engir torkennilegir blettir hafi verið í áklæðum, mottum eða sætum. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði svo Ragnar hvað þeir hafi gert ráð fyrir að hafi verið mikið blóð í bílnum. Ragnar svaraði því til að ekki hafi verið gerðar mælingar á því þar sem búið var að dreifa úr því. Hann spurði Ragnar síðan sérstaklega út í verkbeiðni sem hann fékk frá öðrum rannsóknarlögreglumanni sem spurði hvort hægt væri að útiloka aðkomu Nikolaj að málinu út frá rannsókninni á bílnum. Ragnar svaraði því til að hann hafi reynt að svara því. Ekkert hafi fundist úr Nikolaj eða á fatnaði hans. Verjandinn spurði þá hvort það hefði fundist eitthvað blóð á fatnaði Thomasar. „Nei, en það vantar fatnaðinn að mér skilst. Ég get ekki tjáð mig um eitthvað sem vantar.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar og sérfræðingur í blóðferlagreiningu, segir að það hafi verið erfitt að gera blóðferlagreiningu á rauða Kia Rio-bílnum sem Thomas Møller Olsen hafði á leigu vegna þess að búið var að nudda burt blóðbletti og afmá þá. Thomas var með bílinn á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf en hann er ákærður fyrir að hafa banað henni. Hann neitar sök.Vísir fylgist með framvindu mála í beinni textalýsingu úr dómsal.Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir tóku á leigu.VísirReynt að nudda burt blóðið Ragnar var einn af nokkrum lögreglumönnum sem komu fyrir dóminn í morgun sem vitni. Hann sagði að þegar hann hafi fengið rauðu Kia Rio-bifreiðina til rannsóknar þá hafi það slegið hann hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum. Lífsýnarannsókn sem gerð var á blóðinu leiddi í ljós að það var úr Birnu. „Það sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum og þá sérstaklega á hægri afturhurð, hægra aftursæti, í lofti hægra megin og svo voru blettir á mælaborði. Þetta var sýnilegt með berum aukum. Síðar þenna sama dag notuðum við Luminol til að rannsaka bílinn og efnið lýsti upp blóðið í bílnum, hvort sem það var sýnilegt eða ekki,“ sagði Ragnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að það hafi í raun ekki verið hægt að fara í blóðferlagreiningu á bílnum til að finna út úr því hvað þar hafi gerst þar sem að búið var að reyna að nudda burt blóðið og afmá það. Aðeins hafi verið stakir blettir í loftinu og á sólskyggni sem væri dæmigert fyrir frákast.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Ragnar spjörunum úr varðandi blóðið í bílnum.Vísir/Anton BrinkÞrif á bílnum gengu ekki vel „Þetta eru einu blettirnir sem eru ekki ónothæfir. Þeir halda lögun sinni og sýna að manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða. Lengra komumst við ekki í þessu,“ sagði Ragnar. Hann sagði stefnu blettanna sem voru fram í sýna að um tvö högg væri að ræða því stefnan væri ekki sú sama. Þá væri ljóst að þeir kæmu úr aftursætinu. Ragnar sagðist aðeins geta verið viss um að höggin væru tvö en gat ekkert fullyrt um hvort þau hefðu mögulega verið fleiri. Luminolið sýndi að bíllinn var þrifinn en Ragnar sagði að þrifin hefðu ekki gengið neitt sérstaklega vel. „Við fjarlægðum aftursætið og undir því var blóðpollur. Á einhverjum tímapunkti hefur blóð farið þarna á milli,“ sagði Ragnar og nefndi að Birna hefði nefbrotnað í átökunum sem áttu sér stað í bílnum. Nefið sé blóðmikið svæði þegar hjartað slær og því blæðir mikið þegar á það kemur högg og áverki.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkEkkert benti til veru Nikolaj í bílnum Þá benti Ragnar á það að við ofbeldið hafi orðið mikil dreifing blóðs í mjög litlu rými. Enginn gæti þá sagt til um í hvaða stellingu Birna og sá sem gekk í skrokk á henni voru að sögn Ragnars vegna þess að ekki var hægt að gera blóðferlagreiningu. Spurður um staðsetninguna sagði hann þó að út frá ummerkjunum að dæma hefðu átökin meira átt sér stað hægra megin í aftursæti bílsins. Þá spurði ákæruvaldið Ragnar einnig að því hvort eitthvað benti til þess að það hefðu verið þrír í bílnum. Ragnar svaraði því þá til að það væri ekkert hjá Nikolaj, sem átti að hafa verið í hægra framsætinu, sem benti til þess að hann hefði verið í bílnum. Blóðið dreifðist fram í farþegasætið og sagði Ragnar að ef einhver hefði setið þar þá teldi hann það mjög ólíklegt að viðkomandi hefði sloppið við það að fá blóð á sig.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn. Þar fundu almennir borgarar, bræður sem tóku þátt í leitinni, skó Birnu. Þeir bera vitni í dag.vísir/vilhelmEngin merki um ælu Ragnar var svo spurður að því hvort mögulegt væri að einhver hafi setið í ökumannssætinu. Hann taldi svo ekki vera og vísaði í það hvernig blóð hefði þá átt að komast á mælaborðið í bílnum. Thomas hefur haldið því fram að hann hafi þrifið upp ælu í bílnum. Ragnar var spurður að því hvort einhver merki hafi verið um ælu í bifreiðinni og sagði hann svo ekki hafa verið. Engir torkennilegir blettir hafi verið í áklæðum, mottum eða sætum. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði svo Ragnar hvað þeir hafi gert ráð fyrir að hafi verið mikið blóð í bílnum. Ragnar svaraði því til að ekki hafi verið gerðar mælingar á því þar sem búið var að dreifa úr því. Hann spurði Ragnar síðan sérstaklega út í verkbeiðni sem hann fékk frá öðrum rannsóknarlögreglumanni sem spurði hvort hægt væri að útiloka aðkomu Nikolaj að málinu út frá rannsókninni á bílnum. Ragnar svaraði því til að hann hafi reynt að svara því. Ekkert hafi fundist úr Nikolaj eða á fatnaði hans. Verjandinn spurði þá hvort það hefði fundist eitthvað blóð á fatnaði Thomasar. „Nei, en það vantar fatnaðinn að mér skilst. Ég get ekki tjáð mig um eitthvað sem vantar.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira