Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2017 15:35 Eiríkur Jónsson og Hildur Lilliendahl eiga það sameiginegt að vera ófeimin við að segja skoðun sína. Sú skoðun er hins vegar sjaldan sú sama. Vísir „Eruð þið allar með brjóstin á ykkur núna?“ spyr Gerður Kristný rithöfundur í umræðu á vegg Hildar Lilliendahl Viggósdóttur. Tilefnið er frétt Eiríks Jónssonar á samnefndum vef í dag. Þar gerir Eiríkur sér mat úr klæðaburði Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssóknara sem stendur í ströngu í Héraðsdómi Reykjaness þessa dagana þar sem mál á hendur Thomasi Möller Olsen fer fram. Frétt Eiríks er undir formerkjunum: „Borist hefur póstur“. Er þar haft eftir ónefndum aðila að saksóknari sé í afar flegnum bol í dómssal. „Ekki við hæfi.“ Óhætt er að segja að frétt Eiríks hafi vakið mikla athygli og í fyrrnefndri umræðu á vegg Hildar er fréttin harðlega gagnrýnd. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið á hendur Thomasi Möller..Vísir/Anton Brink Hneyksli að sjáist í brjóst „TAKK, ELSKU EIRÍKUR JÓNSSON FYRIR AÐ MINNA OKKUR Á AÐ VERA EKKI SVEIFLANDI BRJÓLLUNUM FRAMAN Í FÓLK SEM ER AÐ REYNA AÐ VINNA VINNUNA SÍNA,“ segir Hildur í hæðnistón. Taka fjölmargir undir með henni og þykir ekkert athugavert við að það sjáist að kona í vinnu á 21. öldinni sé með brjóst. Svala Jónsdóttir blaðamaður tekur undir með Hildi sem og fjöldi annarra. „Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar?“ María Rún Bjarnadóttir. Fötin undir skikkjunni Komið hefur fyrir að lögmenn hafi fengið athugasemdir eða jafn verið ávíttir í dómsal fyrir klæðaburð. María Rún Bjarnadóttir lögmaður kemur inn á það. „Ég veit um þónokkra lögmenn sem hafa fengið athugasemdir um klæðaburð undir skikkjunni í og við dómssal. Ein var í rúllukragabol en fékk samt athugasemdir. Kannski skiljanlegt. Af hverju er þær ekki bara í jakkafötum á vinnutíma eins og allt virðulegt fólk?“ spyr María. Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður segist hafa sloppið við slíkar athugasemdir. Annað megi þó gagnrýna er varðar kröfu um klæðaburð karla og kvenna í dómssal. „Ég hef aldrei fengið athugasemd við klæðaburð undir skikkjunni........og skilst að það eina sem sé gert athugasemd við séu gallabuxur (þ.e. hjá konum, en gerð er krafa um jakkaföt hjá körlum og m.a.s. bindi í Hæstarétti). Sem mér finnst fáranlegt því ef þess er krafist að maður klæðist skikkju í dómsal (sem er tímaskekkja að mínu mati) þá finnst mér ekki koma neinum við hverju ég klæðist undir henni eða hvort ég klæðist einhverju yfir höfuð undir skikkjunni!“ Líf Magneudóttir spyr í gríni hvort hún fái bolinn ekki lánaðan? Kolbrún svarar að um sé að ræða stuttan kjól. Þvílík lágkúra Fjölmargir til viðbótar hafa lagt orð í belg. Þeirra á meðal Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Er ekki Eiríkur einmitt rétti maðurinn til að segja okkur hvað sé siðlegt og hvað ekki?“ spyr Helgi Magnús. Helga Vala Helgadóttir lögmaður er hneyksluð. „Þvílík lágkúra.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, grínast með málið og spyr Kolbrúnu hvort hún geti fengið bolinn hennar lánaðan. Kolbrún svarar Líf og upplýsir að ekki sé einu sinni um bol að ræða. „Þetta er reyndar kjóll Líf Magneudóttir og dáldið stuttur í þokkabót,“ segir Kolbrún og lætur broskalla fylgja. Þvílík lágkúra, segir Helga Vala Helgadóttir. Flottustu femínistabrjóstin Þá rifjar Hildur upp umfjöllun Séð og Heyrt, í ritstjórn Eiríks árið 2015, undir yfirskriftinni „Flottustu femínistabrjóstin“. Umfjöllunin snérist um brjóstamyndir sem nokkrar konur birtu af sjálfum sér sem liður í #freethenipple baráttunni. Í umfjöllun blaðsins sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur að vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“ Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu umfjöllunina í hæðnistón. „Það er frábært að fá þessa viðurkenningu á þessum merkilegu tímum. Viðurkenningin er marglaga og sérstaklega gleðilegt að femínistatussurnar þyki þokkafullar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Eruð þið allar með brjóstin á ykkur núna?“ spyr Gerður Kristný rithöfundur í umræðu á vegg Hildar Lilliendahl Viggósdóttur. Tilefnið er frétt Eiríks Jónssonar á samnefndum vef í dag. Þar gerir Eiríkur sér mat úr klæðaburði Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssóknara sem stendur í ströngu í Héraðsdómi Reykjaness þessa dagana þar sem mál á hendur Thomasi Möller Olsen fer fram. Frétt Eiríks er undir formerkjunum: „Borist hefur póstur“. Er þar haft eftir ónefndum aðila að saksóknari sé í afar flegnum bol í dómssal. „Ekki við hæfi.“ Óhætt er að segja að frétt Eiríks hafi vakið mikla athygli og í fyrrnefndri umræðu á vegg Hildar er fréttin harðlega gagnrýnd. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið á hendur Thomasi Möller..Vísir/Anton Brink Hneyksli að sjáist í brjóst „TAKK, ELSKU EIRÍKUR JÓNSSON FYRIR AÐ MINNA OKKUR Á AÐ VERA EKKI SVEIFLANDI BRJÓLLUNUM FRAMAN Í FÓLK SEM ER AÐ REYNA AÐ VINNA VINNUNA SÍNA,“ segir Hildur í hæðnistón. Taka fjölmargir undir með henni og þykir ekkert athugavert við að það sjáist að kona í vinnu á 21. öldinni sé með brjóst. Svala Jónsdóttir blaðamaður tekur undir með Hildi sem og fjöldi annarra. „Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar?“ María Rún Bjarnadóttir. Fötin undir skikkjunni Komið hefur fyrir að lögmenn hafi fengið athugasemdir eða jafn verið ávíttir í dómsal fyrir klæðaburð. María Rún Bjarnadóttir lögmaður kemur inn á það. „Ég veit um þónokkra lögmenn sem hafa fengið athugasemdir um klæðaburð undir skikkjunni í og við dómssal. Ein var í rúllukragabol en fékk samt athugasemdir. Kannski skiljanlegt. Af hverju er þær ekki bara í jakkafötum á vinnutíma eins og allt virðulegt fólk?“ spyr María. Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður segist hafa sloppið við slíkar athugasemdir. Annað megi þó gagnrýna er varðar kröfu um klæðaburð karla og kvenna í dómssal. „Ég hef aldrei fengið athugasemd við klæðaburð undir skikkjunni........og skilst að það eina sem sé gert athugasemd við séu gallabuxur (þ.e. hjá konum, en gerð er krafa um jakkaföt hjá körlum og m.a.s. bindi í Hæstarétti). Sem mér finnst fáranlegt því ef þess er krafist að maður klæðist skikkju í dómsal (sem er tímaskekkja að mínu mati) þá finnst mér ekki koma neinum við hverju ég klæðist undir henni eða hvort ég klæðist einhverju yfir höfuð undir skikkjunni!“ Líf Magneudóttir spyr í gríni hvort hún fái bolinn ekki lánaðan? Kolbrún svarar að um sé að ræða stuttan kjól. Þvílík lágkúra Fjölmargir til viðbótar hafa lagt orð í belg. Þeirra á meðal Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. „Er ekki Eiríkur einmitt rétti maðurinn til að segja okkur hvað sé siðlegt og hvað ekki?“ spyr Helgi Magnús. Helga Vala Helgadóttir lögmaður er hneyksluð. „Þvílík lágkúra.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, grínast með málið og spyr Kolbrúnu hvort hún geti fengið bolinn hennar lánaðan. Kolbrún svarar Líf og upplýsir að ekki sé einu sinni um bol að ræða. „Þetta er reyndar kjóll Líf Magneudóttir og dáldið stuttur í þokkabót,“ segir Kolbrún og lætur broskalla fylgja. Þvílík lágkúra, segir Helga Vala Helgadóttir. Flottustu femínistabrjóstin Þá rifjar Hildur upp umfjöllun Séð og Heyrt, í ritstjórn Eiríks árið 2015, undir yfirskriftinni „Flottustu femínistabrjóstin“. Umfjöllunin snérist um brjóstamyndir sem nokkrar konur birtu af sjálfum sér sem liður í #freethenipple baráttunni. Í umfjöllun blaðsins sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur að vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“ Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu umfjöllunina í hæðnistón. „Það er frábært að fá þessa viðurkenningu á þessum merkilegu tímum. Viðurkenningin er marglaga og sérstaklega gleðilegt að femínistatussurnar þyki þokkafullar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira