Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Vísir/Getty CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira
CERT-ÍS netöryggissveitinni bárust alls 208 tilkynningar sem varða netöryggi á árinu 2016. Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu. Innlendar tilkynningar voru 35 en 173 tilkynningar frá útlöndum. Innlendu tölurnar segja þó ekki alla söguna enda hafa íslensk fyrirtæki ekki tilkynningaskyldu gagnvart sveitinni og er það töluverður akkillesarhæll, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður CERT-ÍS. Unnið er að gerð þjónustusamninga við þá geira sem starfa á sviðum mikilvægra innviða samfélagsins. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að fallið var frá áformum um að færa CERT-ÍS til Ríkislögreglustjóra, þegar ljóst varð að ekki var unnt að fjármagna starfsemina með skattheimtu hjá helstu geirum. „Við höfum þegar kynnt drög að samningum fyrir aðilum fjármálageirans, orkugeirans og stjórnsýslunnar. Við erum komin vel á veg með samninga við orkugeirann. Svo tökum við þetta bara skref fyrir skref,“ segir Þorleifur. Þjónustusamningarnir yrðu þá grundvöllur fyrir fjármögnun sveitarinnar en þeir eru einnig forsenda þess að sveitin fái nauðsynlega yfirsýn og svokallaða ástandsvitund um internetið. Forsenda ástandsvitundar er að sveitin fái tilkynningar um þau atvik sem upp koma. „Ef árás er til dæmis gerð á orkugeirann, er ekki ólíklegt að sambærileg árás sé í bígerð gagnvart öðrum geirum. Tilkynning til okkar er mikilvæg til þess að við getum greint atvikið og aðvarað aðra geira,“ segir Þorleifur: „Í dag hafa fyrirtæki hvorki skyldu til að tilkynna þessi atvik til okkar né heldur verða við tilmælum sveitarinnar að öðru leyti.“ Aðspurður segir Þorleifur að tilkynningar frá einstaklingum varði yfirleitt ólöglegt athæfi eins og fjárkúgun, miðlun höfundarvarins efnis og sölu fíkniefna. Tilkynna beri öll slík atvik til lögreglu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira