Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda um áramótin Baldur Hrafnkell Jónsson, Helga María Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Björnsson skrifa 27. ágúst 2017 13:26 Kársnesskóli í Kópavogi. Vísir/hörður Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira