Ræðararnir hættir við svaðilförina til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2017 11:15 Hér má sjá leiðina sem farin var. Ætlunin var að enda förina á Sauðárkróki. Mynd/Polar Row Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn. Hópurinn lagði af stað frá Tromsö í Noregi þann 20. júlí síðastliðinn og var markmiðið að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks, en New York Times fjallaði ítarlega um leiðangurinn í gær.Förin gekk vel framan af og komst hópurinn meðal annars að íshellu Norður-Íshafsins. Með því sló hópurinn heimstmet en enginn hefur róið svo norðarlega, svo vitað sé til. A post shared by Alex Gregory (@alexgregorygb) on Aug 13, 2017 at 2:23am PDT Eftir það var förinni heitið til Íslands en veðrið setti strik í reikninginn. Illa gekk að hlaða sólarraflöður bátsins vegna þess hve skýjað var dögum saman. Það gerði það að verkum að rafbúnaður um borð virkaði ekki og var hópurinn meðal annars án leiðsagnartækja. „Ég hef aldrei verið jafn blautur og hrakinn í jafn langan tíma,“ skrifaði Alex Gregory, áhafnarmeðlimur og ólympíumeistari í róðri þann 17. ágúst síðastliðinn. „Þetta smígur inn að beini og það er enginn leið að komast undan kuldanum.“ Var því ákveðið að stefna til Jan Mayen og leita skjóls. Þangað skaut norski herinn skjólshúsi yfir áhafnarmeðli en nokkrir þeirra tóku þá ákvörðun um að halda ekki áfram.Eins og sjá má voru aðstæður oft ekki hagstæðar.Mynd/Polar RowFiann, leiðtogi hópsins, freistaði þess þó að skipta um áhöfn til þess að halda förinni áfram en vegna þess hve fátíðar reglulegar ferðir til og frá Jan Mayen eru reyndist ógerlegt að halda áfram til Íslands. „Ég er mjög svekktur yfir því að mér hafi ekki tekist að fá nýja áhöfn,“ skrifar Fiann á Facebook-síðu hópsins. „Þrátt fyrir það heppnaðist leiðangurinn mjög vel.“ Alls ætlaði hópurinn sér að slá tólf heimsmet en þurfa ræðararnir að sætta sig við það að hafa náð öllu nema einu á leiðinni en yfirlit yfir metin má sjá á heimasíðu leiðangursins.Ekki er víst hvenær hópurinn kemst frá Jan Mayen en vonast er til þess að það verði á allra næstu dögum. Hér að neðan má sjá myndir úr leiðangrinum. Tengdar fréttir Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50 Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00 Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45 Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn. Hópurinn lagði af stað frá Tromsö í Noregi þann 20. júlí síðastliðinn og var markmiðið að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks, en New York Times fjallaði ítarlega um leiðangurinn í gær.Förin gekk vel framan af og komst hópurinn meðal annars að íshellu Norður-Íshafsins. Með því sló hópurinn heimstmet en enginn hefur róið svo norðarlega, svo vitað sé til. A post shared by Alex Gregory (@alexgregorygb) on Aug 13, 2017 at 2:23am PDT Eftir það var förinni heitið til Íslands en veðrið setti strik í reikninginn. Illa gekk að hlaða sólarraflöður bátsins vegna þess hve skýjað var dögum saman. Það gerði það að verkum að rafbúnaður um borð virkaði ekki og var hópurinn meðal annars án leiðsagnartækja. „Ég hef aldrei verið jafn blautur og hrakinn í jafn langan tíma,“ skrifaði Alex Gregory, áhafnarmeðlimur og ólympíumeistari í róðri þann 17. ágúst síðastliðinn. „Þetta smígur inn að beini og það er enginn leið að komast undan kuldanum.“ Var því ákveðið að stefna til Jan Mayen og leita skjóls. Þangað skaut norski herinn skjólshúsi yfir áhafnarmeðli en nokkrir þeirra tóku þá ákvörðun um að halda ekki áfram.Eins og sjá má voru aðstæður oft ekki hagstæðar.Mynd/Polar RowFiann, leiðtogi hópsins, freistaði þess þó að skipta um áhöfn til þess að halda förinni áfram en vegna þess hve fátíðar reglulegar ferðir til og frá Jan Mayen eru reyndist ógerlegt að halda áfram til Íslands. „Ég er mjög svekktur yfir því að mér hafi ekki tekist að fá nýja áhöfn,“ skrifar Fiann á Facebook-síðu hópsins. „Þrátt fyrir það heppnaðist leiðangurinn mjög vel.“ Alls ætlaði hópurinn sér að slá tólf heimsmet en þurfa ræðararnir að sætta sig við það að hafa náð öllu nema einu á leiðinni en yfirlit yfir metin má sjá á heimasíðu leiðangursins.Ekki er víst hvenær hópurinn kemst frá Jan Mayen en vonast er til þess að það verði á allra næstu dögum. Hér að neðan má sjá myndir úr leiðangrinum.
Tengdar fréttir Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50 Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00 Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45 Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50
Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00
Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45
Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00