Aðrir valkostir en bara karl eða kona Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 20:00 Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira