Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:30 Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann. Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00