Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:30 Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann. Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00