Innlent

Trúfélag múslima vill gististað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gistihúsið yrði fyrir neðan moskuna.
Gistihúsið yrði fyrir neðan moskuna. vísir/andri marinó
Stofnun múslima á Íslandi hyggur á hótelrekstur í Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnunin hefur sótt um að reka gistiheimili í flokki þrjú, það er gististað án vínveitingaleyfis, í húsnæðinu.

Málið var tekið fyrir á fundi byggingarfulltrúa í upphafi mánaðarins en endanlegri afgreiðslu þess frestað. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundinum. Í umsókninni kemur fram að sótt sé um að innrétta gististað á neðri hæð hússins en þar var áður tónlistarskóli.

Stofnun múslima á og rekur húsnæðið en Menningarsetur múslima hafði aðstöðu þar. Sama stjórn hafði verið í félögunum tveimur þar til hallarbylting var gerð í því síðarnefnda. Það leiddi til deilna um húsnæðið og í fyrra fékk Stofnunin heimild til að bera Menningarsetrið úr húsinu. Það var gert um mitt sumar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×