Aldi með áhuga á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Erlendar verslanakeðjur hafa streymt til landsins á síðustu misserum og von er á fleirum. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir verslunarumhverfið hafa breyst gríðarlega neytendum í hag. Fjöldi erlendra verslana- og veitingahúsakeðja hefur streymt til Íslands á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á þróuninni. Costco, H&M, Nespresso og Hard Rock eru nokkur dæmi og hafa sumar opnanir valdið straumhvörfum í íslenskri verslun. Þá hafa fleiri verslanir augastað á Íslandi en greint hefur verið frá viðræðum Illum Bolighus og Reita. Samkvæmt heimildum fréttastofu standa einnig yfir viðræður um opnun á búð þýska verslunarrisans Aldi. Þá hefur GAP einnig sýnt Íslandi áhuga. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir að íslensk fyrirtæki séu ágætlega undirbúin til að taka við samkeppni. Hins vegar þurfti eftirlitsyfirvöld að fara taka mið af breyttum aðstæðum. „Samkeppniseftirlitið þarf líka að fara horfa á markaðinn öðruvísi. Þetta er risa markaður. Eitt er að fá þessar erlendu keðjur sem þarf að taka tillit til en við þurfum líka að taka tillit til þessarar gríðarlegu netverslanar," segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Margrét segir að víða sé fylgst með þróuninni hér á landi. „Íslan er eyland og þetta er mjög lítið land. Í sumum tilfellum getur ferðamannastraumurinn haft áhrif en í öðrum vöruflokkum ekki. En mér sýnist að Ísland hefur stimplað sig inn og svo um leið og viðskiptaumhverfið er betra hefur það áhrif og spyrst út," segir Margrét. Hún telur bætt viðskiptaumhverfi hér á landi hafi haft mikil áhrif þar sem hægt sé að bjóða upp á lægra vöruverð. „1. janúar 2015 voru felld niður öll almenn vörugjöld. Síðan 1. janúar 2016 tollar af fötum og skóm. Og 2017, núna um áramótin, voru allir aðrir tollar felldir niður nema á hluta matvöru. Þannig að umhverfið á Íslandi er bara allt annað en það var. Sem er frábært fyrir neytendur," segir Margrét. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Erlendar verslanakeðjur hafa streymt til landsins á síðustu misserum og von er á fleirum. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir verslunarumhverfið hafa breyst gríðarlega neytendum í hag. Fjöldi erlendra verslana- og veitingahúsakeðja hefur streymt til Íslands á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á þróuninni. Costco, H&M, Nespresso og Hard Rock eru nokkur dæmi og hafa sumar opnanir valdið straumhvörfum í íslenskri verslun. Þá hafa fleiri verslanir augastað á Íslandi en greint hefur verið frá viðræðum Illum Bolighus og Reita. Samkvæmt heimildum fréttastofu standa einnig yfir viðræður um opnun á búð þýska verslunarrisans Aldi. Þá hefur GAP einnig sýnt Íslandi áhuga. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir að íslensk fyrirtæki séu ágætlega undirbúin til að taka við samkeppni. Hins vegar þurfti eftirlitsyfirvöld að fara taka mið af breyttum aðstæðum. „Samkeppniseftirlitið þarf líka að fara horfa á markaðinn öðruvísi. Þetta er risa markaður. Eitt er að fá þessar erlendu keðjur sem þarf að taka tillit til en við þurfum líka að taka tillit til þessarar gríðarlegu netverslanar," segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Margrét segir að víða sé fylgst með þróuninni hér á landi. „Íslan er eyland og þetta er mjög lítið land. Í sumum tilfellum getur ferðamannastraumurinn haft áhrif en í öðrum vöruflokkum ekki. En mér sýnist að Ísland hefur stimplað sig inn og svo um leið og viðskiptaumhverfið er betra hefur það áhrif og spyrst út," segir Margrét. Hún telur bætt viðskiptaumhverfi hér á landi hafi haft mikil áhrif þar sem hægt sé að bjóða upp á lægra vöruverð. „1. janúar 2015 voru felld niður öll almenn vörugjöld. Síðan 1. janúar 2016 tollar af fötum og skóm. Og 2017, núna um áramótin, voru allir aðrir tollar felldir niður nema á hluta matvöru. Þannig að umhverfið á Íslandi er bara allt annað en það var. Sem er frábært fyrir neytendur," segir Margrét.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira