Lífið

Justin Bieber tjáir sig: Biturleiki, afbrýðissemi og ótti hafa stjórnað lífi mínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber er kominn í frí.
Justin Bieber er kominn í frí.
„Ég er svo þakklátur fyrir þetta ferðalag sem ég er í með ykkur,“ segir kanadíska poppstjarnan Justin Bieber í langri færslu á Instagram, en hann aflýsti öllum tónleikum í lok síðasta mánaðar. Mikið hefur verið fjallað um heilsufar Bieber í miðlum um allan heim að undanförnu.

„Ég er einnig svo þakklátur fyrir það að fara í gegnum lífið með ykkur. Ég hef leyft óöryggi mínu að ná yfirhöndinni og hafa slæm sambönd mín við annað fólk stjórnað því hvernig ég haga lífi mínu. Ég hef einnig leyft biturleika, afbrýðissemi og ótta að stjórna mínu lífi,“ segir Íslandsvinurinn.

Bieber segist gera sér grein fyrir því að hann verði aldrei fullkominn.

„Ég á eftir að gera fullt af mistökum en það sem ég mun ekki gera er að leyfa fortíð minni að stjórna mér. Ég ætla ekki að skammast mín fyrir þau mistök sem ég hef gert. Ég ætla verða maður sem lærir af mistökunum og þroskast með þeim. Ég vil að þið vitið öll að þetta tónleikaferðalag hefur verið einstakt og ég hef lært ótrúlega mikið um sjálfan mig á þessum tíma.“

Hann segist núna þurfa smá tíma til að hvíla sig og átta sig á hlutunum.

„Ég þarf að átta mig á því hvernig maður ég vill verða og í framtíðinni hvernig eiginmaður og faðir mig langar að vera.“


Tengdar fréttir

Justin Bieber aflýsir öllum tónleikum

Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna finnur söngvarinn Justin Bieber sig knúinn til að aflýsa öllum tónleikum sem eftir eru á tónleikaferð hans Purpose World Tour.

Mayer kemur Bieber til varnar

Söngvarinn John Mayer kom kollega sínum í tónlistinni til varnar á Twitter í kvöld þegar hann sagði að það væri í rauninni gott að Justin Bieber hefði aflýst tónleikaferð sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×