Buzzfeed lét draum nokkurra þeirra rætast á dögunum. Fjórir ofur aðdáendur sveitarinnar voru blekktir og þeim sagt að þau ættu að horfa á gömul tónlistarmyndbönd Spice Girls og bregðast við þeim.
Það sem þau vissu ekki var að Emma Bunton, sem var þekkt sem Baby Spice eða Barnakryddið upp á íslensku, var á bak við tjöldin og kom hún aðdáendum sínum skemmtilega á óvart.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.