Langskynsamlegast að breyta bílaflotanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Framkvæmdastjóri ON segir að hægt sé að starfrækja hleðslustöðvar í þéttbýli. Ríkið þurfi hins vegar að koma að uppbyggingu. vísir/pjetur Hvergi er skynsamlegra að umbreyta bílaflotanum en á Íslandi, segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. „Við erum með 100 prósent endurnýtanlega orku og 70-80 prósent af þjóðinni býr á afmörkuðum stað sem hentar vel fyrir rafbílavæðingu,“ bætir hann við. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði fyrr í vikunni að vænta mætti að búið yrði að rafbílavæða íslenska bílaflotann árið 2030. Bjarni segir að það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að árangur náist í þessum efnum þurfi stjórnvöld að stuðla að uppbyggingu hraðhleðslustöðva á landsbyggðinni.Özur Lárusson„Í þessum þéttbýliskjörnum getur þetta komið í staðinn fyrir bensínstöðvar. En fólk kaupir sér ekki bíla af því að hleðslustöðvar eru ekki úti á landi. Og þetta er ekki úti á landi af því að það er enginn bisness í þessu,“ segir Bjarni. Hann segir að stjórnvöld þurfi því að láta gjörðir fylgja orðum og tryggja að meira fé verði varið úr orkusjóði til að byggja upp innviðina í landinu fyrir rafbíla. Tölur bendi til þess að hið opinbera hafi innheimt 1,9 milljarða með gjöldum af bensíni og olíu í fyrra. Á sama tíma hafi orkusjóður varið tæplega 11 prósentum eða 200 milljónum í uppbyggingu rafhleðslustöðva. Hlutfallið þurfi að vera hærra. „Það á bara að taka ákveðin prósent af þessum koltvísýringsskatti á jarðefnaeldsneyti og nýta það í þessi orkuskipti,“ segir hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir það borðleggjandi að ekki náist að skipta út núverandi bílaflota fyrir rafbíla og metanbíla þótt þróunin sé hröð. „Ef þú horfir á meðalaldur fólksbíla hér á landi þá er hann liðlega tólf ár og það er þá fullt af bílum sem eru eldri en það. Það eru heilmikil verðmæti fólgin í þessum flota og fólk er ekki tilbúið til að henda sínum bílum,“ segir Özur. Hann segir raforkubílana líka vera mikla áskorun fyrir ferðaþjónustuna. „Nú er ég nýkominn af hálendinu. Hvernig á að leysa það? Nú eru vegirnir fyrst og fremst fyrir jeppa og ég er ekki farinn að sjá að það sé hægt að setja hleðslustöðvar þar,“ segir Özur. Þeir Özur og Bjarni eru þó sammála um að þróunin varðandi rafbílavæðinguna sé mjög hröð. Bjarni bendir á að það sé hægt að starfrækja rafknúna strætisvagna og rútur. Strætó hafi nú þegar pantað fimm bíla. „Þeir komast að vísu styttra en það er allt hægt. Það þarf bara að setja meiri kraft í þetta,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Hvergi er skynsamlegra að umbreyta bílaflotanum en á Íslandi, segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. „Við erum með 100 prósent endurnýtanlega orku og 70-80 prósent af þjóðinni býr á afmörkuðum stað sem hentar vel fyrir rafbílavæðingu,“ bætir hann við. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði fyrr í vikunni að vænta mætti að búið yrði að rafbílavæða íslenska bílaflotann árið 2030. Bjarni segir að það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að árangur náist í þessum efnum þurfi stjórnvöld að stuðla að uppbyggingu hraðhleðslustöðva á landsbyggðinni.Özur Lárusson„Í þessum þéttbýliskjörnum getur þetta komið í staðinn fyrir bensínstöðvar. En fólk kaupir sér ekki bíla af því að hleðslustöðvar eru ekki úti á landi. Og þetta er ekki úti á landi af því að það er enginn bisness í þessu,“ segir Bjarni. Hann segir að stjórnvöld þurfi því að láta gjörðir fylgja orðum og tryggja að meira fé verði varið úr orkusjóði til að byggja upp innviðina í landinu fyrir rafbíla. Tölur bendi til þess að hið opinbera hafi innheimt 1,9 milljarða með gjöldum af bensíni og olíu í fyrra. Á sama tíma hafi orkusjóður varið tæplega 11 prósentum eða 200 milljónum í uppbyggingu rafhleðslustöðva. Hlutfallið þurfi að vera hærra. „Það á bara að taka ákveðin prósent af þessum koltvísýringsskatti á jarðefnaeldsneyti og nýta það í þessi orkuskipti,“ segir hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir það borðleggjandi að ekki náist að skipta út núverandi bílaflota fyrir rafbíla og metanbíla þótt þróunin sé hröð. „Ef þú horfir á meðalaldur fólksbíla hér á landi þá er hann liðlega tólf ár og það er þá fullt af bílum sem eru eldri en það. Það eru heilmikil verðmæti fólgin í þessum flota og fólk er ekki tilbúið til að henda sínum bílum,“ segir Özur. Hann segir raforkubílana líka vera mikla áskorun fyrir ferðaþjónustuna. „Nú er ég nýkominn af hálendinu. Hvernig á að leysa það? Nú eru vegirnir fyrst og fremst fyrir jeppa og ég er ekki farinn að sjá að það sé hægt að setja hleðslustöðvar þar,“ segir Özur. Þeir Özur og Bjarni eru þó sammála um að þróunin varðandi rafbílavæðinguna sé mjög hröð. Bjarni bendir á að það sé hægt að starfrækja rafknúna strætisvagna og rútur. Strætó hafi nú þegar pantað fimm bíla. „Þeir komast að vísu styttra en það er allt hægt. Það þarf bara að setja meiri kraft í þetta,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira