Lífið

Dóttir Chris Cornell söng Hallelujah til heiðurs föður sínum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Toni Cornell á ekki langt að sækja sönghæfileikana.
Toni Cornell á ekki langt að sækja sönghæfileikana. Vísir/Getty
Toni Cornell, 12 ára dóttir söngvarans Chris Cornell sem lést þann 18. maí síðastliðinn, kom fram með hljómsveitinni One Republic í þættinum Good Morning America í dag.

Þau fluttu lagið Hallelujah eftir Leonard Cohen og tilenkaði Toni flutninginn föður sínum og Chester Bennington, söngvara Linkin Park. Cornell og Bennington voru nánir vinir og fyrirfór Bennington sér á afmælisdegi Cornell.

„Chester söng þetta á jarðarförinni hans Chris og þetta er eitt af bestu lögum sem samið hefur verið síðastliðin fimmtíu ár,“ sagði Ryan Tedder, söngvari OneRepublic.

„Þetta lag á sérstakan stað í hjarta okkar, hjarta flestra að ég tel, og sérstaklega í hjarta Toni.“

Flutninginn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×