Efna til hófs til að vekja athygli á óhófi Guðný Hrönn skrifar 8. ágúst 2017 10:00 Í óhófi Rakelar og Hrefnu verður boðið upp á Blóð-Maríu úr útlitsgölluðum tómötum. Vísir/Laufey Hugmyndin er að vekja athygli á matarsóun og öllu því sem er að fara til spillis,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í hver sé hugmyndin á bak við viðburðinn ÓHÓF. „Samtökin mín Vakandi, Hrefna Rósa Sætran, Umhverfisstofnun og Gamla bíó halda viðburðinn saman,“ segir Rakel sem er stofnandi samtakanna Vakandi. Hrefna lofar góðri skemmtun og gómsætum veitingum á ÓHÓFi sem haldið verður þann 10. ágúst nk. milli 5-7 og er opið öllum. „Við ætlum að bjóða upp á Blóð-Maríu, bæði áfenga og óáfenga. Með því viljum við vekja athygli á því magni af tómötum sem er sóað, t.d vegna útlitsgalla og offramleiðslu, og sýna hvernig má nýta tómatana betur,“ segir Hrefna. „Það gríðarlegt magn af grænmeti sem sóað er á Íslandi, og núna eftir komu Costco til landsins enn þá meira,“ útskýrir Rakel. „Auðvitað fagna ég samkeppni en það er miklu betra fyrir alla, sérstaklega umhverfið, að nota íslenskt hráefni þar sem vegalengd frá ræktunarstað á disk er mun styttri. En þar þurfa einhverjar reglugerðir og annað að koma inn í upp á verðlag því að íslenskt grænmeti er yfirleitt dýrara. En í stóru myndinni finnst mér íslenska grænmetið miklu betra. Ekki bara á bragðið heldur er alveg svakalega óumhverfisvænt að flytja inn grænmeti með skipum, oft yfir hálfan hnöttinn, sem knúin eru áfram af óhreinni olíu. Fyrir utan að vita ekkert hvar né hvernig það grænmeti er ræktað. Við þurfum líka að styðja við íslenska framleiðslu ef við viljum hafa hana í boði. Það væri ekki gott ef við myndum drepa alla íslenska framleiðslu vegna innflutnings . Ég tek það þó fram að auðvitað er samkeppni af hinu góða – en ég persónulega vel alltaf íslenskt ef það er kostur. Ég vil vita hvaðan minn matur kemur, hver framleiddi hann og að kolefnissporin séu ekki stór. Ég vil bjarta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Svo er uppistaðan í grænmeti auðvitað vatn og íslenska vatnið er þekkt um allan heim fyrir að vera gott. Að sjálfsögðu ættum við því að vera meðvituð um að velja alltaf íslenskt fram yfir innflutt. Ég skil alveg að fólk velji það sem er ódýrara, en við verðum samt að taka okkur á.“Fólk að verða meðvitaðra Spurðar nánar út í ÓHÓF og það sem verður á boðstólum þar segir Hrefna: „Við munum bjóða upp á bruschettur, sem eru úr snittubrauði sem hefði annars lent í ruslinu, og Blóð-Maríu, sem er úr útlitsgölluðum tómötum og vodka frá Foss Distillery sem er búinn til úr afgangsmysu. Og þetta er allt framreitt og framsett af Hrefnu Sætran meistarakokki,“ bætir Rakel við. Rakel og Hrefna eiga það sameiginlegt að pæla mikið í matarsóun og nýtingu hráefnis. „Hrefna er einn af okkar bestu kokkum og á vinsæl veitingahús. Það skiptir miklu máli fyrir samtök eins og mín að ná til veitingahúsa, verslana, matreiðslumanna og annarra sem eru að sýsla með mat. Hrefna er búin að vera lengi mjög framarlega í því í að nýta hráefni vel og er alltaf með flottar pælingar.“ Rakel segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um matarsóun. „Fólk pælir miklu meira í þessu en það fylgja samt ekki alltaf aðgerðir. Það þarf að fara í alvöru aðgerðir. Við erum enn þá að henda alveg geggjuðu magni af mat og nýta það illa – en umræðan er farin af stað. Vonandi munum við bráðlega sjá tölur yfir sóun fara minnkandi.“ „Við sem rekum veitingahús erum stanslaust að reyna að finna lausnir og erum mjög meðvituð – en þetta liggur líka hjá neytandanum, að panta sér í takt við svengd,“ útskýrir Hrefna en hún vill líka hvetja fólk til að vera ófeimið við að óska eftir að taka afgangana með heim. Maturinn á ekki að enda í ruslinu Spurðar hvort þær lumi á einhverjum ráðum fyrir einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum og minnka sóun í heiminum segir Rakel: „Við þurfum bara öll að vera meðvituð um það sem við erum að kaupa inn og passa að kaupa ekki of mikið. Að fara betur með það sem við kaupum, það er náttúrlega algjör lykill. Og ef við kaupum of mikið þá er mikilvægt að að frysta og nota afgangana.“ „Maturinn á aldrei að enda í ruslatunnunni þannig að það er gott að skoða vel í ísskápinn áður en maður fer að versla,“ segja þær, „og ef fólk hefur ekki tíma til að skipuleggja innkaupin þá er ekkert mál að smella mynd af innihaldi ísskápsins og skoða hana svo í búðinni,“ bætir Rakel við. „Þetta skiptir svo ofboðslega miklu máli. Þetta snertir okkur kannski ekki persónulega núna því við erum með nægan mat fyrir framan okkur. En það eru börnin okkar og komandi kynslóðir sem munu eiga í vandræðum ef við förum ekki að fara betur með hráefnið. Mold er sem dæmi afar dýrmæt auðlind sem við verðum að fara betur með en það getur tekið náttúruna 1.000 ár að mynda 1-2 sentímetra þykkt lag af mold en aðeins nokkra daga að eyða þessari mold. Við getum heldur ekki gefið okkur að vatn verði endalaust til þótt það sé nóg af því á Íslandi sem stendur.“ Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Hugmyndin er að vekja athygli á matarsóun og öllu því sem er að fara til spillis,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í hver sé hugmyndin á bak við viðburðinn ÓHÓF. „Samtökin mín Vakandi, Hrefna Rósa Sætran, Umhverfisstofnun og Gamla bíó halda viðburðinn saman,“ segir Rakel sem er stofnandi samtakanna Vakandi. Hrefna lofar góðri skemmtun og gómsætum veitingum á ÓHÓFi sem haldið verður þann 10. ágúst nk. milli 5-7 og er opið öllum. „Við ætlum að bjóða upp á Blóð-Maríu, bæði áfenga og óáfenga. Með því viljum við vekja athygli á því magni af tómötum sem er sóað, t.d vegna útlitsgalla og offramleiðslu, og sýna hvernig má nýta tómatana betur,“ segir Hrefna. „Það gríðarlegt magn af grænmeti sem sóað er á Íslandi, og núna eftir komu Costco til landsins enn þá meira,“ útskýrir Rakel. „Auðvitað fagna ég samkeppni en það er miklu betra fyrir alla, sérstaklega umhverfið, að nota íslenskt hráefni þar sem vegalengd frá ræktunarstað á disk er mun styttri. En þar þurfa einhverjar reglugerðir og annað að koma inn í upp á verðlag því að íslenskt grænmeti er yfirleitt dýrara. En í stóru myndinni finnst mér íslenska grænmetið miklu betra. Ekki bara á bragðið heldur er alveg svakalega óumhverfisvænt að flytja inn grænmeti með skipum, oft yfir hálfan hnöttinn, sem knúin eru áfram af óhreinni olíu. Fyrir utan að vita ekkert hvar né hvernig það grænmeti er ræktað. Við þurfum líka að styðja við íslenska framleiðslu ef við viljum hafa hana í boði. Það væri ekki gott ef við myndum drepa alla íslenska framleiðslu vegna innflutnings . Ég tek það þó fram að auðvitað er samkeppni af hinu góða – en ég persónulega vel alltaf íslenskt ef það er kostur. Ég vil vita hvaðan minn matur kemur, hver framleiddi hann og að kolefnissporin séu ekki stór. Ég vil bjarta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Svo er uppistaðan í grænmeti auðvitað vatn og íslenska vatnið er þekkt um allan heim fyrir að vera gott. Að sjálfsögðu ættum við því að vera meðvituð um að velja alltaf íslenskt fram yfir innflutt. Ég skil alveg að fólk velji það sem er ódýrara, en við verðum samt að taka okkur á.“Fólk að verða meðvitaðra Spurðar nánar út í ÓHÓF og það sem verður á boðstólum þar segir Hrefna: „Við munum bjóða upp á bruschettur, sem eru úr snittubrauði sem hefði annars lent í ruslinu, og Blóð-Maríu, sem er úr útlitsgölluðum tómötum og vodka frá Foss Distillery sem er búinn til úr afgangsmysu. Og þetta er allt framreitt og framsett af Hrefnu Sætran meistarakokki,“ bætir Rakel við. Rakel og Hrefna eiga það sameiginlegt að pæla mikið í matarsóun og nýtingu hráefnis. „Hrefna er einn af okkar bestu kokkum og á vinsæl veitingahús. Það skiptir miklu máli fyrir samtök eins og mín að ná til veitingahúsa, verslana, matreiðslumanna og annarra sem eru að sýsla með mat. Hrefna er búin að vera lengi mjög framarlega í því í að nýta hráefni vel og er alltaf með flottar pælingar.“ Rakel segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um matarsóun. „Fólk pælir miklu meira í þessu en það fylgja samt ekki alltaf aðgerðir. Það þarf að fara í alvöru aðgerðir. Við erum enn þá að henda alveg geggjuðu magni af mat og nýta það illa – en umræðan er farin af stað. Vonandi munum við bráðlega sjá tölur yfir sóun fara minnkandi.“ „Við sem rekum veitingahús erum stanslaust að reyna að finna lausnir og erum mjög meðvituð – en þetta liggur líka hjá neytandanum, að panta sér í takt við svengd,“ útskýrir Hrefna en hún vill líka hvetja fólk til að vera ófeimið við að óska eftir að taka afgangana með heim. Maturinn á ekki að enda í ruslinu Spurðar hvort þær lumi á einhverjum ráðum fyrir einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum og minnka sóun í heiminum segir Rakel: „Við þurfum bara öll að vera meðvituð um það sem við erum að kaupa inn og passa að kaupa ekki of mikið. Að fara betur með það sem við kaupum, það er náttúrlega algjör lykill. Og ef við kaupum of mikið þá er mikilvægt að að frysta og nota afgangana.“ „Maturinn á aldrei að enda í ruslatunnunni þannig að það er gott að skoða vel í ísskápinn áður en maður fer að versla,“ segja þær, „og ef fólk hefur ekki tíma til að skipuleggja innkaupin þá er ekkert mál að smella mynd af innihaldi ísskápsins og skoða hana svo í búðinni,“ bætir Rakel við. „Þetta skiptir svo ofboðslega miklu máli. Þetta snertir okkur kannski ekki persónulega núna því við erum með nægan mat fyrir framan okkur. En það eru börnin okkar og komandi kynslóðir sem munu eiga í vandræðum ef við förum ekki að fara betur með hráefnið. Mold er sem dæmi afar dýrmæt auðlind sem við verðum að fara betur með en það getur tekið náttúruna 1.000 ár að mynda 1-2 sentímetra þykkt lag af mold en aðeins nokkra daga að eyða þessari mold. Við getum heldur ekki gefið okkur að vatn verði endalaust til þótt það sé nóg af því á Íslandi sem stendur.“
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”