Forstjóri SS segir allar tengingar auglýsinga við nasista fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 12:31 Steinþór Skúlason hjá SS segir það afar langsótt að telja að þarna sé verið að vísa til öryggis- og hersveita þýska Nasistaflokksins. „Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira