Forstjóri SS segir allar tengingar auglýsinga við nasista fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 12:31 Steinþór Skúlason hjá SS segir það afar langsótt að telja að þarna sé verið að vísa til öryggis- og hersveita þýska Nasistaflokksins. „Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent