Forstjóri SS segir allar tengingar auglýsinga við nasista fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 12:31 Steinþór Skúlason hjá SS segir það afar langsótt að telja að þarna sé verið að vísa til öryggis- og hersveita þýska Nasistaflokksins. „Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira