Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2017 21:00 Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira
Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira
Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00