Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2017 21:00 Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00