Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2017 21:00 Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00