Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2017 21:00 Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 hér að ofan í viðtali við Sæmund Kristjánsson, leiðsögumann og sagnamann á Rifi, sem tekið var í Dritvík. Í hrauninu við Gufuskála á Snæfellsnesi má sjá yfir 150 borghlaðin byrgi en sextíu slík má einnig sjá í hrauninu umhverfis Dritvík. Sæmundi Kristjánssyni leiðsögumanni og sagnamanni þykir með ólíkindum að í fornum jarða- og hlunnindaskrám, sem iðulega gátu minnstu smáatriða, sé hvergi minnst á byrgin. Sæmundur Kristjánsson við eitt af byrgjunum dularfullu við Dritvík undir Jökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sæmundur telur að þau geti ekki hafa verið fiskbyrgi, eins og flestir halda, því þá hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. „Í árhundruða röð, þá finnst mér alveg augljóst að menn hefðu lagað undir fæturnar á sér einhverja stíga. Það er ekki til neitt slíkt hérna. Ég gef mér það að þetta séu bænabyrgi frá tíð Íranna. Hérna hafi verið búið fjölskyldubúskap, lifað á því sem landið gaf og sjórinn,” segir Sæmundur.Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann tekur þar með undir kenningar Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings og fleiri um að byrgin séu keltneskur arfur, en slík borghlaðin mannvirki þekkjast á Bretlandseyjum, á skosku eyjunum og norðurströnd Írlands, þar sem fólk hópaðist í bænabyrgi hluta ársins en lifði á því sem landið og sjórinn gaf. Örnefnin við Gufuskála, eins og Írskra brunnur, Íraklettur og Írabyrgi bendi í sömu átt. Samkvæmt þessari kenningu var írsk byggð á Snæfellsnesi þegar norrænir víkingar komu þangað. Byrgin við Dritvík eru í úfnu hrauni og örðugt að komast að þeim.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Enda segir náttúrlega í Landnámu að fyrir voru í landinu írskir menn, hlupu af landinu af því að þeir vildu ekki búa við heiðni, skyldu eftir sig bjöllur og bagla og bækur. Og af því sást að þetta voru írskir menn,” segir Sæmundur. Fjallað verður nánar um hina mögnuðu Dritvík í þættinum „Ísland í sumar” á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld að loknum fréttum klukkan 19.10.Fjallað verður um Dritvík í þættinum Ísland í sumar næstkomandi þriðjudagskvöld. Þar var um aldir en stærsta verstöð Íslands en náttúran þar þykir einnig mikilfengleg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. 16. janúar 2017 20:00
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00