Svikasímtalið kostaði um 200 krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent