Ráku um 50 grindhvali ítrekað burt frá landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Hvalirnir reyndu fyrst að komast á land í Bug en sóttu næst í höfnina í Rifi. Myndin er frá seinni björgunaraðgerðunum. TINNA RUT ÞRASTARDÓTTIR Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36