Tölvunarfræðingur um Jayden K. Smith: „Þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 19:47 Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sé ekki nýr af nálinni. vísir/pjetur Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06