Innlent

Þyrlan kölluð út vegna konunnar sem féll af baki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tveir hópar frá Landsbjörg eru rétt ókomnir á staðinn.
Tveir hópar frá Landsbjörg eru rétt ókomnir á staðinn. landsbjörg
Uppfært klukkan 15:00: Björgunarsveitirnar sem kallaðar voru út klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af baki við Blöndu komu til hennar milli klukkan tvö og hálfþrjú í dag.

Hún er með áverka á hné og er búið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunar til að flytja hana af slysstað. Björgunarsveitarmenn hlúa því að konunni á vettvangi núna og bíða með henni eftir þyrlunni.

Björgunarsveitir á Skagaströnd og Blönduósi voru kallaðar út upp úr klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af hestbaki við Blöndu, í landi Kárastaða. Talið er að hún sé slösuð á fæti.

Að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru tveir hópar frá félaginu rétt ókomnir á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×