Veiðigjaldið endanleg ákvörðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:00 Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira