Lífið

Áhættuleikari í Walking Dead lést eftir fall

Kjartan Kjartansson skrifar
Leikarar og aðstandendur þáttanna Walking Dead eru sagðir harmi slegnir vegna dauða áhættuleikarans.
Leikarar og aðstandendur þáttanna Walking Dead eru sagðir harmi slegnir vegna dauða áhættuleikarans. Vísir/EPA
Gert hefur verið hlé á tökum á bandarísku þáttaröðinni vinsælu Walking Dead eftir að áhættuleikari fórst af slysförum.

John Bernecker var 33 ára gamall. Hann var við tökur á áttundu þáttaröðinni af Walking Dead þegar hann féll og hlaut alvarleg meiðsl á miðvikudag. Hann lést á sjúkrahúsi í gær, að sögn NBC-sjónvarpsstöðvarinnar.

Vinnueftirlit Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á slysinu en þetta er fyrsta dauðsfallið við þátta- eða kvikmyndagerð í Bandaríkjunum í þrjú ár.

Auk Walking Dead hafði Bernecker framkvæmt áhættuatriði í kvikmyndunum Black Panther, Logan og Fantastic Four sem kom út fyrir tveimur árum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×