Innlent

Orri Vigfússon er látinn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Orri fæddist á Siglufirði árið 1942.
Orri fæddist á Siglufirði árið 1942. Vísir/Vilhelm
Orri Vigfússon athafnamaður og umhverfissinni er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær, á sjötugasta og fimmta aldursári.

Orri fæddist á Siglufirði árið 1942. Sautján ára fluttist hann til Lundúna þar sem hann lagði stund á viðskiptafræði við London School of Economics.

Orri gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum og var áberandi í íslensku viðskiptalífi. Hann sat meðal annars í stjórn Íslandsbanka um árabil og einnig í stjórn Íslenska sjónvarpsfélagsins - sem þá rak og átti Stöð 2.

Orri beitti sér fyrir uppbyggingu Norður-Atlantshafs laxastofnsins og var stofnandi NASF, Verndarjóðs villtra laxastofna þar sem hann gengdi ennfremur formennsku.

Hann naut virðingar náttúru- og umhverfissinna víða um heim og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal hina íslensku fálkaorðu. Orri lætur eftir sig eiginkonu Unni Kristinsdóttur og tvö uppkomin börn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.