Innlent

Orri Vigfússon er látinn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Orri fæddist á Siglufirði árið 1942.
Orri fæddist á Siglufirði árið 1942. Vísir/Vilhelm

Orri Vigfússon athafnamaður og umhverfissinni er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær, á sjötugasta og fimmta aldursári.
Orri fæddist á Siglufirði árið 1942. Sautján ára fluttist hann til Lundúna þar sem hann lagði stund á viðskiptafræði við London School of Economics.
Orri gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum og var áberandi í íslensku viðskiptalífi. Hann sat meðal annars í stjórn Íslandsbanka um árabil og einnig í stjórn Íslenska sjónvarpsfélagsins - sem þá rak og átti Stöð 2.

Orri beitti sér fyrir uppbyggingu Norður-Atlantshafs laxastofnsins og var stofnandi NASF, Verndarjóðs villtra laxastofna þar sem hann gengdi ennfremur formennsku.

Hann naut virðingar náttúru- og umhverfissinna víða um heim og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal hina íslensku fálkaorðu. Orri lætur eftir sig eiginkonu Unni Kristinsdóttur og tvö uppkomin börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.