Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2017 06:00 Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. vísir/gva Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, segir harða gagnrýni vegna átaks til að hefta útbreiðslu lúpínu í tveimur friðlöndum í sveitarfélaginu ef til vill byggða á skorti á þekkingu. „Við erum að styðjast við reynslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrufræðistofu Austurlands, Náttúrufræðistofu Vesturlands og Landgræðslunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands er nýbúin að greina íslensk vistkerfi og við erum að reyna að halda í mosamóavist eða fjalldrapamóavist sem við metum mikils. Þar er krækilyng, beitilyng, bláberjalyng og aðalbláberjalyng,“ segir Anna. „Landgræðslan hefur valið það að lúpínu skuli ekki sá nema í örfoka svæði eða sendin rofasvæði sem eru hið minnsta 500 hektarar að stærð,“ segir Anna. Í flög nálægt þéttum gróðri noti sérfræðingar Landgræðslunnar aðrar aðferðir. Þegar græða eigi upp sanda sé lúpínu ekki sáð nær en kílómetra frá þjóðgörðum og friðlýstum svæðum.Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar, segir stuðst við mat sérfræðinga varðandi notkun og útbreiðslu lúpínu.Mynd/Lára Björnsdóttir„Þar hafa þeir notað til dæmis sláttargras til að loka rofabörðum sem eru með mjög frjóan jarðveg en eru með rof vegna ofbeitar eða annars álags,“ nefnir Anna sem dæmi. Í Fjarðabyggð sé oft verið að fást við rof vegna vatnsrása. „Þá er mjög gott að nota sláttargras eða hey til að koma til staðargróðri sem kemur þá hægt og rólega.“ Samkvæmt mati frá árinu 2015 þakti lúpína þá 0,3 prósent af Íslandi. Mikill veldisvöxtur er kominn í plöntuna sem dreifir sér því með ört vaxandi hraða að sögn Önnu. Í Glettingi, tímariti Náttúrustofu Austurlands, árið 2016 segja þrír starfsmenn þar frá kortlagningu á lúpínu með loftmyndum yfir 15 ára tímabil á tveimur svæðum í Fjarðabyggð; ofan Neskaupstaðar og í Reyðarfirði milli þéttbýlis og álvers. „Á fimmtán ára tímabili frá 1998-2013 þrjátíu og fimmfaldaðist stærð lúpínubreiða á rannsóknasvæðinu, eða úr því að vera tæplega 1 prósent af heildarflatarmáli svæðisins í 23 prósent,“ segir í grein Náttúrfræðistofumanna. Þeir segja að þar sem lúpína sái sér í gróðurlendi minnki fjölbreytni plantna töluvert. „Mólendistegundir, á borð við beitilyng, krækilyng, sortulyng, holtasóley og blóðberg, hörfa þegar lúpína nemur land.“ Anna segir að þegar lúpínubreiðurnar verði ákveðið stórar fari þær inn í veldisvöxt sem vilji sé til að hamla. „Við vitum að við erum ekki að fara að eyða henni á tíu árum enda er þetta orðið svo gígantískt magn af lúpínu hér,“ segir umhverfisstjórinn. Á vefsíðu Náttúrustofu Vesturlands segir að alaskalúpína sé ásamt minknum þekktasta ágenga tegundin hér á landi. Aðgerðir Stykkishólmsbæjar gegn framandi og ágengum plöntum hafi skilað miklum árangri gegn lúpínu og breytt ásýnd bæjarlandsins. „Úttekt á tilraunareitum Náttúrustofunnar á skógræktarsvæðinu sumarið 2015 staðfesti þetta og sýndi fram á mikla gróðurframvindu þar sem lúpína hafði verið slegin,“ segir um árangurinn af því átaki. Áhugafólk um notkun lúpínu til uppgræðslu hérlendis er með hóp á Facebook undir nafninu Vinir lúpínunnar. Til marks um áhugann á málefninu má nefna að meðlimir hópsins eru yfir 2.600 talsins. Þar vakti frétt Fréttablaðsins á fimmtudag í síðustu viku af átaki Fjarðabyggðar hörð viðbrögð flestra þó að athugasemdir annarra séu hófstilltari. „Það besta er að úr þessu verður lúpínunni ekki útrýmt, ekki hægt. Fræin geta legið árum saman í jarðveginum og auk þess munum við öll vera dugleg við að endursá á þau svæði sem heimskan hefur níðst á,“ skrifar til dæmis Hörður Christian Sigurðsson. Fleiri en Hörður ýmist segja beint út eða gefa í skyn að þau muni einnig sá lúpínufræjum í Fjarðabyggð til að vega upp á móti aðgerðum sveitarfélagsins. „Ef þau velja að gera það þá þurfum við bara að takast á við þau svæði sem þau dreifa á,“ svarar Anna aðspurð um þessar fyrirætlanir Vina lúpínunnar. Hallfríður Þórarinsdóttir í Vinum lúpínunnar segir „lúpínufjendur“ vera að fá útrás fyrir innilokaða þjóðrembu. „Útrýming lúpínunnar er ekki síst tilkomin vegna þess að plantan er ekki „íslensk“ (eins og plöntur hafi þjóðerni). Það fer lítið fyrir ást á náttúrunni sjálfri í þessum aðgerðum. Þessi eyðileggingarstarfsemi er þyngri en tárum taki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, segir harða gagnrýni vegna átaks til að hefta útbreiðslu lúpínu í tveimur friðlöndum í sveitarfélaginu ef til vill byggða á skorti á þekkingu. „Við erum að styðjast við reynslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrufræðistofu Austurlands, Náttúrufræðistofu Vesturlands og Landgræðslunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands er nýbúin að greina íslensk vistkerfi og við erum að reyna að halda í mosamóavist eða fjalldrapamóavist sem við metum mikils. Þar er krækilyng, beitilyng, bláberjalyng og aðalbláberjalyng,“ segir Anna. „Landgræðslan hefur valið það að lúpínu skuli ekki sá nema í örfoka svæði eða sendin rofasvæði sem eru hið minnsta 500 hektarar að stærð,“ segir Anna. Í flög nálægt þéttum gróðri noti sérfræðingar Landgræðslunnar aðrar aðferðir. Þegar græða eigi upp sanda sé lúpínu ekki sáð nær en kílómetra frá þjóðgörðum og friðlýstum svæðum.Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar, segir stuðst við mat sérfræðinga varðandi notkun og útbreiðslu lúpínu.Mynd/Lára Björnsdóttir„Þar hafa þeir notað til dæmis sláttargras til að loka rofabörðum sem eru með mjög frjóan jarðveg en eru með rof vegna ofbeitar eða annars álags,“ nefnir Anna sem dæmi. Í Fjarðabyggð sé oft verið að fást við rof vegna vatnsrása. „Þá er mjög gott að nota sláttargras eða hey til að koma til staðargróðri sem kemur þá hægt og rólega.“ Samkvæmt mati frá árinu 2015 þakti lúpína þá 0,3 prósent af Íslandi. Mikill veldisvöxtur er kominn í plöntuna sem dreifir sér því með ört vaxandi hraða að sögn Önnu. Í Glettingi, tímariti Náttúrustofu Austurlands, árið 2016 segja þrír starfsmenn þar frá kortlagningu á lúpínu með loftmyndum yfir 15 ára tímabil á tveimur svæðum í Fjarðabyggð; ofan Neskaupstaðar og í Reyðarfirði milli þéttbýlis og álvers. „Á fimmtán ára tímabili frá 1998-2013 þrjátíu og fimmfaldaðist stærð lúpínubreiða á rannsóknasvæðinu, eða úr því að vera tæplega 1 prósent af heildarflatarmáli svæðisins í 23 prósent,“ segir í grein Náttúrfræðistofumanna. Þeir segja að þar sem lúpína sái sér í gróðurlendi minnki fjölbreytni plantna töluvert. „Mólendistegundir, á borð við beitilyng, krækilyng, sortulyng, holtasóley og blóðberg, hörfa þegar lúpína nemur land.“ Anna segir að þegar lúpínubreiðurnar verði ákveðið stórar fari þær inn í veldisvöxt sem vilji sé til að hamla. „Við vitum að við erum ekki að fara að eyða henni á tíu árum enda er þetta orðið svo gígantískt magn af lúpínu hér,“ segir umhverfisstjórinn. Á vefsíðu Náttúrustofu Vesturlands segir að alaskalúpína sé ásamt minknum þekktasta ágenga tegundin hér á landi. Aðgerðir Stykkishólmsbæjar gegn framandi og ágengum plöntum hafi skilað miklum árangri gegn lúpínu og breytt ásýnd bæjarlandsins. „Úttekt á tilraunareitum Náttúrustofunnar á skógræktarsvæðinu sumarið 2015 staðfesti þetta og sýndi fram á mikla gróðurframvindu þar sem lúpína hafði verið slegin,“ segir um árangurinn af því átaki. Áhugafólk um notkun lúpínu til uppgræðslu hérlendis er með hóp á Facebook undir nafninu Vinir lúpínunnar. Til marks um áhugann á málefninu má nefna að meðlimir hópsins eru yfir 2.600 talsins. Þar vakti frétt Fréttablaðsins á fimmtudag í síðustu viku af átaki Fjarðabyggðar hörð viðbrögð flestra þó að athugasemdir annarra séu hófstilltari. „Það besta er að úr þessu verður lúpínunni ekki útrýmt, ekki hægt. Fræin geta legið árum saman í jarðveginum og auk þess munum við öll vera dugleg við að endursá á þau svæði sem heimskan hefur níðst á,“ skrifar til dæmis Hörður Christian Sigurðsson. Fleiri en Hörður ýmist segja beint út eða gefa í skyn að þau muni einnig sá lúpínufræjum í Fjarðabyggð til að vega upp á móti aðgerðum sveitarfélagsins. „Ef þau velja að gera það þá þurfum við bara að takast á við þau svæði sem þau dreifa á,“ svarar Anna aðspurð um þessar fyrirætlanir Vina lúpínunnar. Hallfríður Þórarinsdóttir í Vinum lúpínunnar segir „lúpínufjendur“ vera að fá útrás fyrir innilokaða þjóðrembu. „Útrýming lúpínunnar er ekki síst tilkomin vegna þess að plantan er ekki „íslensk“ (eins og plöntur hafi þjóðerni). Það fer lítið fyrir ást á náttúrunni sjálfri í þessum aðgerðum. Þessi eyðileggingarstarfsemi er þyngri en tárum taki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira