Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 12:44 Brjóstahaldararnir sóma sér vel á girðingunni undir Eyjafjöllum. Anna Fríða Jónsdóttir Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira