Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 15:25 Ástráður og Jóhannes eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að virða niðurstöður hæfisnefndar að vettugi. samsett/garðar kjartansson Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki. Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki.
Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22