Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 15:25 Ástráður og Jóhannes eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að virða niðurstöður hæfisnefndar að vettugi. samsett/garðar kjartansson Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki. Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson munu kæra frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar. Þetta staðfestir lögmaður þeirra, Jóhannes Karl Sveinsson, í samtali við fréttastofu. Ástráður og Jóhannes stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt, og fóru fram á að sú ákvörðun yrði ógilt. Þá fór fóru þeir fram á viðurkenningu skaðabóta en þeirri kröfu var sömuleiðis hafnað. Þeir voru báðir á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við nýjan rétt.Getur brugðið til beggja vona Jóhannes Karl segir að látið verði reyna á þessar kröfur fyrir Hæstarétti, og bindur vonir við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Það getur brugðið til beggja vona með svona kröfur. Það er snúið að koma svona kröfum fram,“ segir Jóhannes, aðspurður hvort niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Kröfur Ástráðs og Jóhannesar Rúnars voru í fjórum liðum. Þeir fóru sem fyrr segir fram á ógildingu ákvörðunar dómsmálaráðherra og skaðabætur, sem og eina milljón hvor í miskabætur og að málskostnaður verði greiddur af ríkinu. Síðastnefndu tvær kröfur bíða efnislegrar meðferðar. Ógildingarkröfunni var vísað frá þar sem dómurinn taldi ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu ef fallist yrði á hana. Þá sé sú dómskrafa svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur.Erfið krafa Skaðabótakröfunni var vísað frá meðal annars á grundvelli þess að Kjararáð hefur ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt, og taldi dómurinn kröfuna vanreifaða. Jóhannes Karl segir að vissulega sé erfitt að leggja fram kröfu þegar upplýsingar um starfskjör liggja ekki fyrir. „Það er spurning hvenær það verða gögn til þess að gera kröfuna endanlega. Eins og kemur fram í úrskurðinum þá er ekki enn komin niðurstaða um hvað landsréttardómarar eiga að hafa í laun. Það er þess vegna erfitt að gera grein fyrir kröfu sem er mismunur á einhverjum tekjum,“ útskýrir Jóhannes Karl. Hann segir jafnframt að reyna muni á lögmæti ákvörðunar dómsmálaráðherra þegar miskabótakrafan verður tekin fyrir dómi. Þá fáist úrlausn um það hvort ákvörðunin hafi verið réttmæt eða ekki.
Tengdar fréttir Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22