Lífið

Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Um sextíu manns voru búnir að koma sér fyrir í röðinni um miðnætti.
Um sextíu manns voru búnir að koma sér fyrir í röðinni um miðnætti. Vísir/Erla Björg

Talsverð röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu í Reykjavík en YEEZY BOOST 350 V2 Zebra skórnir sem Kanye West hannaði í samstarfi við Adidas verða til sölu í versluninni í fyrramálið. Fyrsta tjaldið var komið upp um miðjan dag í dag en um miðnætti voru um sextíu manns í röðinni.

Tveir þriðju af upplaginu verða seldir í versluninni á morgun sem opnar klukkan 9:00 en þriðjungur seldur með svokölluðu „Raffle“ fyrirkomulagi. Í því felst að það verður að skrá sig á síðu Húrra Reykjavík til að eiga möguleika á að kaupa par og síðan er dregið af handahófi.

Yeezy skólínan er samstarfsverkefni Adidas og rapparans Kanye West. Skórnir eru gefnir út í takmörkuðu upplagi og eykur það vinsældirnar og eftirspurnina.

Skórnir koma til með að kosta 29.990 en ekki verður hægt að máta þá. 

Í desember á síðasta ári biðu hátt í 200 manns í röð fyrir utan verslunina eftir Yeezyboost. Þá seldust skórnir upp á örfáum klukkutímum.

Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg
Vísir/Erla Björg


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.