Siglir á Jökulsárlóni með sömu réttindi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Frá Jökulsárlóni. Starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð þar í ágúst 2015, starfar enn hjá fyrirtækinu. Réttindi hans til að stýra bátnum eru þau sömu og á slysdag.Leiðrétting 14.16: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að um 65 brúttótonna bát hefði verið að ræða. Það er kolrangt. Hann er 10,2 brúttótonn. Í skýrslu RNSA kemur fram að réttindi til að stýra 65 brúttótonna bát hafi þurft á bátinn. Þetta leiðréttist hér með.Guðjón Ármannsson, lögmaður Ferðaþjónustunnar JökulsárlónsSlysið átti sér stað þegar skipstjórinn bakkaði hjólabáti á plani Jökulsárlóns. Kanadísk fjölskylda stóð fyrir aftan bátinn og tók maðurinn ekki eftir þeim með þeim afleiðingum að einn þeirra lenti undir bátnum. Ferðamaðurinn, kanadísk kona, lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði skýrslu um málið fyrir helgi. Þar var þeim tilmælum meðal annars beint til rekstraraðila hjólabátsins að tryggja að skipstjórar hafi tilskilin réttindi til að stýra slíkum farartækjum. Skipstjóri skipsins hafði réttindi til að stjórna skipum að þrjátíu brúttótonnum en þennan dag sigldi hann bát sem krefst réttinda til að stjórna skipum allt að 65 brúttótonnum samkvæmt skráningaskítreini bátsins. „Skipstjórinn er með pungaprófið. Það eru sömu réttindi og hann hafði á slysdag,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður fyrirtækisins. Hann sér aðeins um mál fyrirtækisins en fer ekki með mál skipstjórans. „Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. telur réttindamál skipstjórnarmanna sinna í lögmætu horfi. Þá er stöðugt unnið að því að bæta öryggi gesta þannig að slys sem þetta geti aldrei endurtekið sig,“ segir Guðjón. Þingfesting er í sakamáli gegn skipstjóranum í Héraðsdómi Austurlands í dag. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð þar í ágúst 2015, starfar enn hjá fyrirtækinu. Réttindi hans til að stýra bátnum eru þau sömu og á slysdag.Leiðrétting 14.16: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að um 65 brúttótonna bát hefði verið að ræða. Það er kolrangt. Hann er 10,2 brúttótonn. Í skýrslu RNSA kemur fram að réttindi til að stýra 65 brúttótonna bát hafi þurft á bátinn. Þetta leiðréttist hér með.Guðjón Ármannsson, lögmaður Ferðaþjónustunnar JökulsárlónsSlysið átti sér stað þegar skipstjórinn bakkaði hjólabáti á plani Jökulsárlóns. Kanadísk fjölskylda stóð fyrir aftan bátinn og tók maðurinn ekki eftir þeim með þeim afleiðingum að einn þeirra lenti undir bátnum. Ferðamaðurinn, kanadísk kona, lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa skilaði skýrslu um málið fyrir helgi. Þar var þeim tilmælum meðal annars beint til rekstraraðila hjólabátsins að tryggja að skipstjórar hafi tilskilin réttindi til að stýra slíkum farartækjum. Skipstjóri skipsins hafði réttindi til að stjórna skipum að þrjátíu brúttótonnum en þennan dag sigldi hann bát sem krefst réttinda til að stjórna skipum allt að 65 brúttótonnum samkvæmt skráningaskítreini bátsins. „Skipstjórinn er með pungaprófið. Það eru sömu réttindi og hann hafði á slysdag,“ segir Guðjón Ármannsson, lögmaður fyrirtækisins. Hann sér aðeins um mál fyrirtækisins en fer ekki með mál skipstjórans. „Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. telur réttindamál skipstjórnarmanna sinna í lögmætu horfi. Þá er stöðugt unnið að því að bæta öryggi gesta þannig að slys sem þetta geti aldrei endurtekið sig,“ segir Guðjón. Þingfesting er í sakamáli gegn skipstjóranum í Héraðsdómi Austurlands í dag. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58