Segir forvarnir bjarga mannslífum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:45 Elísabet Brynjarsdóttir er formaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Hún segir mikilvægt að allir rækti geðheilsu sína. Elísabet Brynjarsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Á Fésbókarsíðu félagsins kemur fram að Hugrún hafi það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á einu starfsári hefur félagið komið miklu í verk. Þau hafa haldið um sjötíu fyrirlestra undir handleiðslu fagfólks og frætt um ellefu hundruð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Auk þess hefur Hugrún farið í samstarf með Rauða Krossinum og Geðhjálp í átaki sem stefnir að því að fækka sjálfsvígum ungra karlmanna undir yfirskriftinni „Útmeð‘a.“ Þá hefur Hugrún staðið að málþingi um geðfræðslu og frætt foreldrafélög svo fátt eitt sé nefnt. Hingað til hafa nemendur í framhaldsskólum fengið fræðslu frá Hugrúnu en Elísabet segir að félagsmenn geðfræðslufélagsins finni fyrir aukinni þörf á fræðslu á meðal yngri nemenda. „Við heyrum að þörf er á þessari tegund af fræðslu mun fyrr. Það er klárlega verkefni sem við viljum fara í en það er risastórt,“ segir Elísabet sem ásamt hópi sínum hefur efnt til fjáröflunarviðburðar undir yfirskriftinni „Geðveikt bingó Hugrúnar“ til þess að geta frætt enn fleiri börn. „Að grípa svona snemma inn í getur í alvörunni bjargað mannslífum,“ segir Elísabet sem bendir jafnframt á að fræðslan sé auk þess fyrirbyggjandi og því mikilvægt að ná til ungs fólks.Frá vinstri efri röð: Torfhildur, Hugrún, Elín, Elísabet. Frá vinstri neðri röð: Sunneva og ÞórhildurElísabet BrynjarsdóttirAlveg jafn mikilvægt að stunda geðrækt Elísabet segir að allir séu meðvitaðir um það hversu mikilvægt það sé að stunda líkamsrækt, huga að líkamanum og að vera heilsuhraustur en í fyrirlestrunum brýna liðsmenn Hugrúnar fyrir ungmennum mikilvægi þess að huga að andlegri líðan. „Það er svo mikilvægt að einstaklingar geti tekist á við tilfinningar sínar: Að geta liðið illa en unnið sig úr því. Að vera meðvitaður um hvað lætur þér líða vel. Að geta stoppað, verið í núinu og ræktað sjálfan sig,“ segir Elísabet.Aðgengi að sálfræðingum þurfi að vera betra Spurð að því hvað megi betur fara í geðheilbrigðimálum á Íslandi segir Elísabet að mikil meðvitund hafi skapast um mikilvægi geðheilsu. Hún telur aukna meðvitund vera fyrsta skrefið að betra kerfi. „Það er mikið af flottu fagfólki í geiranum en þetta kemur, eins leiðinlegt og það er, yfirleitt alltaf niður á skorti á fjármagni. Eins og staðan er í geðheilbrigðiskerfinu í dag þá er alls ekki nóg af geðlæknum. Þeir hafa ekki getað svarað þörfinni fyrir læknisaðstoð og geðheilbrigðiskerfið þarf að forgangsraða veikustu fyrst,“ segir Elísabet sem segir jafnframt: „Það að taka fyrsta skrefið og leita sér aðstoðar er risastórt skref og það að koma að lokuðum dyrum getur verið mjög erfitt.“ Elísabet segir að margar góðar hugmyndir hafi nú þegar kviknað um það hvernig hægt sé að bæta málaflokkinn á Íslandi. Hún vill gera aðgengi að sálfræðingum betra og að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar því nú sé sálfræðiaðstoð allt of dýr.„Það er ekkert grín að ætla fá aðstoð frá sálfræðingi og það er alls ekki í boði fyrir alla og á meðan það er svona skert aðgengi að geðlæknum þá er náttúrulega gífurleg mismunun fólgin í því að það kosti svona mikið að fara til sálfræðings. Þá er þetta náttúrulega ekki í boði fyrir alla.“ Þetta segir Elísabet sem bætir við að hún vilji sjá geðheilbrigðismálefni ofarlega í fjárlögunum næsta haust. Hún vill auk þess sjá heimahjúkrun, með geðhjúkrunarfræðinga í fararbroddi, fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa á stuðningi að halda. Það ætti að geta dregið úr álagi í heilbrigðiskerfinu.Hugrún geðfræðslufélag hefur staðið fyrir sjötíu fyrirlestrum fyrir ungmenni.Elísabet BrynjarsdóttirMikilvægi sjálfsástarÍ fyrirlestrunum fjalla meðlimir Hugrúnar um mikilvægi sjálfsástar. Fólki er oft tíðrætt um sjálfsást og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér en hvað felst í því?„Að vera meðvitaður um hvað það er sem lætur manni líða vel. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Þetta þarf ekki að vera einhver gífurleg athöfn. Bara það að liggja upp í sófa með vinkonum sínum og spjalla getur látið þér líða vel,“ segir Elísabet sem stingur upp á því að það geti verið gott að halda úti dagbók, vera með ástvinum og fá sér göngutúr. Fjáröflunarbingó Hugrúnar verður haldið þann 4. Júlí í Stúdentakjallaranum klukkan 20.00. Vinningarnir verða sannarlega ekki af verri endanum því fyrirtæki á borð við ZO-ON, Prentagram og Kayakferðir hafa styrkt verkefnið. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Á Fésbókarsíðu félagsins kemur fram að Hugrún hafi það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á einu starfsári hefur félagið komið miklu í verk. Þau hafa haldið um sjötíu fyrirlestra undir handleiðslu fagfólks og frætt um ellefu hundruð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Auk þess hefur Hugrún farið í samstarf með Rauða Krossinum og Geðhjálp í átaki sem stefnir að því að fækka sjálfsvígum ungra karlmanna undir yfirskriftinni „Útmeð‘a.“ Þá hefur Hugrún staðið að málþingi um geðfræðslu og frætt foreldrafélög svo fátt eitt sé nefnt. Hingað til hafa nemendur í framhaldsskólum fengið fræðslu frá Hugrúnu en Elísabet segir að félagsmenn geðfræðslufélagsins finni fyrir aukinni þörf á fræðslu á meðal yngri nemenda. „Við heyrum að þörf er á þessari tegund af fræðslu mun fyrr. Það er klárlega verkefni sem við viljum fara í en það er risastórt,“ segir Elísabet sem ásamt hópi sínum hefur efnt til fjáröflunarviðburðar undir yfirskriftinni „Geðveikt bingó Hugrúnar“ til þess að geta frætt enn fleiri börn. „Að grípa svona snemma inn í getur í alvörunni bjargað mannslífum,“ segir Elísabet sem bendir jafnframt á að fræðslan sé auk þess fyrirbyggjandi og því mikilvægt að ná til ungs fólks.Frá vinstri efri röð: Torfhildur, Hugrún, Elín, Elísabet. Frá vinstri neðri röð: Sunneva og ÞórhildurElísabet BrynjarsdóttirAlveg jafn mikilvægt að stunda geðrækt Elísabet segir að allir séu meðvitaðir um það hversu mikilvægt það sé að stunda líkamsrækt, huga að líkamanum og að vera heilsuhraustur en í fyrirlestrunum brýna liðsmenn Hugrúnar fyrir ungmennum mikilvægi þess að huga að andlegri líðan. „Það er svo mikilvægt að einstaklingar geti tekist á við tilfinningar sínar: Að geta liðið illa en unnið sig úr því. Að vera meðvitaður um hvað lætur þér líða vel. Að geta stoppað, verið í núinu og ræktað sjálfan sig,“ segir Elísabet.Aðgengi að sálfræðingum þurfi að vera betra Spurð að því hvað megi betur fara í geðheilbrigðimálum á Íslandi segir Elísabet að mikil meðvitund hafi skapast um mikilvægi geðheilsu. Hún telur aukna meðvitund vera fyrsta skrefið að betra kerfi. „Það er mikið af flottu fagfólki í geiranum en þetta kemur, eins leiðinlegt og það er, yfirleitt alltaf niður á skorti á fjármagni. Eins og staðan er í geðheilbrigðiskerfinu í dag þá er alls ekki nóg af geðlæknum. Þeir hafa ekki getað svarað þörfinni fyrir læknisaðstoð og geðheilbrigðiskerfið þarf að forgangsraða veikustu fyrst,“ segir Elísabet sem segir jafnframt: „Það að taka fyrsta skrefið og leita sér aðstoðar er risastórt skref og það að koma að lokuðum dyrum getur verið mjög erfitt.“ Elísabet segir að margar góðar hugmyndir hafi nú þegar kviknað um það hvernig hægt sé að bæta málaflokkinn á Íslandi. Hún vill gera aðgengi að sálfræðingum betra og að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar því nú sé sálfræðiaðstoð allt of dýr.„Það er ekkert grín að ætla fá aðstoð frá sálfræðingi og það er alls ekki í boði fyrir alla og á meðan það er svona skert aðgengi að geðlæknum þá er náttúrulega gífurleg mismunun fólgin í því að það kosti svona mikið að fara til sálfræðings. Þá er þetta náttúrulega ekki í boði fyrir alla.“ Þetta segir Elísabet sem bætir við að hún vilji sjá geðheilbrigðismálefni ofarlega í fjárlögunum næsta haust. Hún vill auk þess sjá heimahjúkrun, með geðhjúkrunarfræðinga í fararbroddi, fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa á stuðningi að halda. Það ætti að geta dregið úr álagi í heilbrigðiskerfinu.Hugrún geðfræðslufélag hefur staðið fyrir sjötíu fyrirlestrum fyrir ungmenni.Elísabet BrynjarsdóttirMikilvægi sjálfsástarÍ fyrirlestrunum fjalla meðlimir Hugrúnar um mikilvægi sjálfsástar. Fólki er oft tíðrætt um sjálfsást og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér en hvað felst í því?„Að vera meðvitaður um hvað það er sem lætur manni líða vel. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Þetta þarf ekki að vera einhver gífurleg athöfn. Bara það að liggja upp í sófa með vinkonum sínum og spjalla getur látið þér líða vel,“ segir Elísabet sem stingur upp á því að það geti verið gott að halda úti dagbók, vera með ástvinum og fá sér göngutúr. Fjáröflunarbingó Hugrúnar verður haldið þann 4. Júlí í Stúdentakjallaranum klukkan 20.00. Vinningarnir verða sannarlega ekki af verri endanum því fyrirtæki á borð við ZO-ON, Prentagram og Kayakferðir hafa styrkt verkefnið.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira