Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:30 Guðbjörg er ein þeirra sem þarf að leita á náðir vina og vandamanna. visir/skjáskot Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00