Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 20:00 Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira