Fótbolti

Myndbandsdómarar munu ekki alltaf hafa rétt fyrir sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni í gær.
Southgate á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tók þátt í sínum fyrsta leik í gær þar sem myndbandstæknin var notuð og hann hefur sínar efasemdir.

Í leik Frakklands og Englands í gær var Raphael Varane, leikmaður Frakklands, rekinn af velli eftir að hann braut á Dele Alli innan teigs og víti dæmt.

„Dómarinn vildi vera viss og þess vegna horfði hann á atvikið. Það er skynsamlega gert. Þó svo myndbandstækni sé notuð þá mun á endanum allar ákvarðanir vera teknar af einum manni,“ sagði Southgate.

Þó svo Frakkar hafi spilað nánast allan seinni hálfleikinn manni færri þá unnu þeir samt leikinn.

„Þó svo það séu  notuð myndbönd þá verður dómgæslan ekki alltaf 100 prósent rétt. Ég er ekki búinn að skoða þetta aftur en mér fannst dómurinn vera réttur,“ sagði Southgate en Didier Deschamps, þjálfara Frakka, fannst þetta strangur dómur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×