Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2017 14:45 Hátíðargestir Secret Solstice að skemmta sér. Vísir/Andri Marinó Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira