Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Mun hann ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu í rekstri staðarins.
Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.
Viðar hefur krafist þess í tæp fjögur ár að kyrrsetningu eigna verði aflétt. Að sögn Páls Kristjánssonar, lögmanns Viðars, mun hann koma til með að skoða rétt sinn.
„Hann telur á sér brotið og eðlilega mun hann leita réttar síns. Miðað við dóm héraðsdóms voru félög í hans eigu sýknuð af upptöku eigna. Á móti hafa eignir farið á uppboð og hann misst eignir langt undir raunvirði,“ segir Páll og bætir því við að fjárhagslegt tjón Viðars vegna þessa sé verulegt. „Félög hafa eyðilagst og farið í gjaldþrot.“
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn

Tengdar fréttir

Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi
Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.