„Þið ástundið bara ömurlega pólitík“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2017 16:36 Slagsmál milli borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar eru komin út fyrir veggi Ráðhússins og vanda þau hvert öðru ekki kveðjurnar. Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“