Ung kona áreitt í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:15 Fjórir karlmenn áreittu Jóhönnu í strætóskýli við Miklubraut og héldu áfram þegar inn í vagninn var komið. Vísir/Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir Jóhanna greindi frá áreiti mannanna á Facebook-síðu sinni í gær.Skjáskot Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. Í samtali við Vísi í dag sagðist Jóhanna hafa staðið í strætóskýli við Kringluna á Miklubraut um hádegisbil í gær, þriðjudag, þegar hún varð vör við mennina. Hún segir þá líklega hafa verið á fertugsaldri, fjóra saman og þeir hafi ítrekað reynt að fanga athygli hennar með ógnandi og dónalegum tilburðum þar sem hún beið einsömul. Henni varð nóg um þegar einn þeirra bankaði fast í glerið á strætóskýlinu og kallað á hana. „Ég var ein í strætóskýlinu og var að bíða eftir að taka sexuna í átt að Miðbænum. Ég varð fljótt vör við að mennirnir voru að reyna að ná athygli minni en ég var með tónlist í eyrunum og hunsaði þá. Rétt áður en strætóinn kom bankaði svo einn þeirra í glerið á strætóskýlinu og sagði „come on, baby“ á meðan hinir hlógu. Þetta er ekki minn vanalegi strætó, og ég hef heldur aldrei lent áður í neinu svona í strætóskýli.“Enginn tók eftir áreitinuJóhanna segir aðstæðurnar hafa verið mjög óþægilegar en hún greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að sér hafi allan tímann liðið illa, sérstaklega þegar henni varð ljóst að mennirnir ætluðu upp í sama strætó og hún beið eftir. „Ég flýti mér upp í strætóinn og mennirnir mynda röð fyrir aftan mig. Sá sem er fyrir aftan mig klappar þá á rassinn á mér og svo héldu þeir áfram að reyna að ná sambandi við mig þegar ég var sest inn en maður frýs bara alveg í svona aðstæðum.” Jóhanna segist ekki hafa sýnt mönnunum nein viðbrögð frá því að þeir hófu áreitið og þangað til þeir fóru út úr vagninum skömmu á undan henni. Þá segir hún ólíklegt að aðrir farþegar hafi tekið eftir áreitinu. „Það voru mjög fáir í vagninum og ég efast líka um að bílstjórinn hafi veitt þessu athygli. Þetta fór mest fram í strætóskýlinu þar sem ég var alein,“ segir Jóhanna.Hefur áður verið áreitt í strætisvagniÞetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhanna hefur verið beitt kynferðislegu áreiti í strætisvagni. Alvarlegasta atvikið átti sér stað þegar hún var á ferðalagi með strætisvagni milli landshluta á Íslandi en þá segir hún ókunnugan mann hafa sest við hliðina á sér og byrjaði að snerta hana. „Ég var í langferð á milli landshluta með strætó og þá settist allt í einu ókunnugur maður í autt sæti við hliðina á mér og byrjaði að strjúka á mér hnéð. Þá tók hins vegar annar maður í vagninum eftir því sem var að gerast og kom mér til bjargar.“ Aðspurð hvort henni þyki tilefni til þess að vekja sérstaklega athygli á kynferðislegu áreiti í strætisvögnum og sambærilegum almenningssamgöngum segir Jóhanna að allt áreiti verðskuldi athygli. „Þetta er náttúrulega bara alls staðar, þetta kynferðislega áreiti, og maður vill að þetta sé stöðugt í umræðunni svo hægt sé að gera eitthvað í þessu.“Hafa bent farþegum á að sitja framarlegaÍ samtali við Vísi í dag sagðist Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., ekki hafa heyrt af umræddu atviki. „Nei, ég hef ekki heyrt af þessu en við hvetjum hana að sjálfsögðu til að hafa samband við lögreglu.“ Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að tilvik á borð við það sem Jóhanna var til frásagnar um komi oft upp. „Nei, ég get ekki sagt það í fljótu bragði en það hafa örugglega komið upp tilvik í gegnum árin. Við höfum bent farþegum á að sitja framarlega, nálægt vagnstjóranum, þannig að fólk sé öruggt. Strætó á náttúrulega að vera öruggur ferðamáti.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Jóhanna greindi frá áreiti mannanna á Facebook-síðu sinni í gær.Skjáskot Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. Í samtali við Vísi í dag sagðist Jóhanna hafa staðið í strætóskýli við Kringluna á Miklubraut um hádegisbil í gær, þriðjudag, þegar hún varð vör við mennina. Hún segir þá líklega hafa verið á fertugsaldri, fjóra saman og þeir hafi ítrekað reynt að fanga athygli hennar með ógnandi og dónalegum tilburðum þar sem hún beið einsömul. Henni varð nóg um þegar einn þeirra bankaði fast í glerið á strætóskýlinu og kallað á hana. „Ég var ein í strætóskýlinu og var að bíða eftir að taka sexuna í átt að Miðbænum. Ég varð fljótt vör við að mennirnir voru að reyna að ná athygli minni en ég var með tónlist í eyrunum og hunsaði þá. Rétt áður en strætóinn kom bankaði svo einn þeirra í glerið á strætóskýlinu og sagði „come on, baby“ á meðan hinir hlógu. Þetta er ekki minn vanalegi strætó, og ég hef heldur aldrei lent áður í neinu svona í strætóskýli.“Enginn tók eftir áreitinuJóhanna segir aðstæðurnar hafa verið mjög óþægilegar en hún greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir að sér hafi allan tímann liðið illa, sérstaklega þegar henni varð ljóst að mennirnir ætluðu upp í sama strætó og hún beið eftir. „Ég flýti mér upp í strætóinn og mennirnir mynda röð fyrir aftan mig. Sá sem er fyrir aftan mig klappar þá á rassinn á mér og svo héldu þeir áfram að reyna að ná sambandi við mig þegar ég var sest inn en maður frýs bara alveg í svona aðstæðum.” Jóhanna segist ekki hafa sýnt mönnunum nein viðbrögð frá því að þeir hófu áreitið og þangað til þeir fóru út úr vagninum skömmu á undan henni. Þá segir hún ólíklegt að aðrir farþegar hafi tekið eftir áreitinu. „Það voru mjög fáir í vagninum og ég efast líka um að bílstjórinn hafi veitt þessu athygli. Þetta fór mest fram í strætóskýlinu þar sem ég var alein,“ segir Jóhanna.Hefur áður verið áreitt í strætisvagniÞetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhanna hefur verið beitt kynferðislegu áreiti í strætisvagni. Alvarlegasta atvikið átti sér stað þegar hún var á ferðalagi með strætisvagni milli landshluta á Íslandi en þá segir hún ókunnugan mann hafa sest við hliðina á sér og byrjaði að snerta hana. „Ég var í langferð á milli landshluta með strætó og þá settist allt í einu ókunnugur maður í autt sæti við hliðina á mér og byrjaði að strjúka á mér hnéð. Þá tók hins vegar annar maður í vagninum eftir því sem var að gerast og kom mér til bjargar.“ Aðspurð hvort henni þyki tilefni til þess að vekja sérstaklega athygli á kynferðislegu áreiti í strætisvögnum og sambærilegum almenningssamgöngum segir Jóhanna að allt áreiti verðskuldi athygli. „Þetta er náttúrulega bara alls staðar, þetta kynferðislega áreiti, og maður vill að þetta sé stöðugt í umræðunni svo hægt sé að gera eitthvað í þessu.“Hafa bent farþegum á að sitja framarlegaÍ samtali við Vísi í dag sagðist Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., ekki hafa heyrt af umræddu atviki. „Nei, ég hef ekki heyrt af þessu en við hvetjum hana að sjálfsögðu til að hafa samband við lögreglu.“ Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að tilvik á borð við það sem Jóhanna var til frásagnar um komi oft upp. „Nei, ég get ekki sagt það í fljótu bragði en það hafa örugglega komið upp tilvik í gegnum árin. Við höfum bent farþegum á að sitja framarlega, nálægt vagnstjóranum, þannig að fólk sé öruggt. Strætó á náttúrulega að vera öruggur ferðamáti.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira