Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Ólafur Foss segir þrengt að bílstjórum í miðbænum, eins og hér í Austurstræti. vísir/eyþór „Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira