Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Ólafur Foss segir þrengt að bílstjórum í miðbænum, eins og hér í Austurstræti. vísir/eyþór „Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira