Forsætisráðherrar Norðurlandanna gerðu grín að Donald Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 20:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, handleika knöttinn í Bergen. Utanríkisráðuneytið Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, og aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa vakið mikla athygli fyrir mynd, sem tekin var af ráðherrunum í gær á sumarfundi þeirra í Bergen í Noregi. Myndin þykir skopstæling á mynd sem tekin var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öðrum leiðtogum í heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu fyrr í mánuðinum. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að á fyrri degi sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna hafi norræn samvinna verið rædd svo og ýmis alþjóða- og öryggismál. Þá var mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum og öfgasamtökum ofarlega í hugum forsætisráðherranna en mynd, sem tekin var af ráðherrunum á fundinum í gær, hefur vakið sérstaklega athygli. Myndinni þykir svipa til þeirrar sem tekin var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, Abdel Fattah el-Sisi, forseta Egyptalands, og Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungi Sádi-Arabíu, er Alþjóðleg miðstöð gegn hugmyndafræði öfgamanna var vígð í heimsókn Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu á dögunum. Á myndinni sjást þeir félagar styðja höndum sínum á upplýstan hnött en hún fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar kepptust notendur við að líkja aðstæðunum við athafnir þorpara í ævintýrum.I PHOTOSHOPPED SARUMAN INTO TRUMP'S ORB PICTURE AND IT'S NOT EVEN WEIRD pic.twitter.com/cVJFGP5NPG— Shahak Shapira (@ShahakShapira) May 22, 2017 Ljósmyndin umrædda af Donald Trump, Bandaríkjaforseta og leiðtogum Egyptalands og Sádi-Arabíu.Vísir/AFPÁ myndinni sem tekin var í gær virðast Norðurlandaráðherrarnir vísa í þennan fund Donalds Trump og leiðtoga Egyptalands og Sádi-Arabíu á gamansaman hátt. Þeir hafa þó valið öllu tilkomuminni knött, fótbolta, fyrir tilefnið. Síðari fundardegi Norðurlandaráðherra í Bergen lauk í dag. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, átti tvíhliða fundi með öllum forsætisráðherrum Norðrlanda og ræddi meðal annars útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og nýafstaðinn leiðtogafund NATO í Brussel.nordic prime minister meeting. the orb of world domination loses power and is somewhat less threatening on these latitudes. pic.twitter.com/t5K7NfQOqu— Jussi Karlgren (@jussikarlgren) May 29, 2017 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, og aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa vakið mikla athygli fyrir mynd, sem tekin var af ráðherrunum í gær á sumarfundi þeirra í Bergen í Noregi. Myndin þykir skopstæling á mynd sem tekin var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öðrum leiðtogum í heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu fyrr í mánuðinum. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að á fyrri degi sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna hafi norræn samvinna verið rædd svo og ýmis alþjóða- og öryggismál. Þá var mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum og öfgasamtökum ofarlega í hugum forsætisráðherranna en mynd, sem tekin var af ráðherrunum á fundinum í gær, hefur vakið sérstaklega athygli. Myndinni þykir svipa til þeirrar sem tekin var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, Abdel Fattah el-Sisi, forseta Egyptalands, og Salman bin Abdulaziz al-Saud, konungi Sádi-Arabíu, er Alþjóðleg miðstöð gegn hugmyndafræði öfgamanna var vígð í heimsókn Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu á dögunum. Á myndinni sjást þeir félagar styðja höndum sínum á upplýstan hnött en hún fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar kepptust notendur við að líkja aðstæðunum við athafnir þorpara í ævintýrum.I PHOTOSHOPPED SARUMAN INTO TRUMP'S ORB PICTURE AND IT'S NOT EVEN WEIRD pic.twitter.com/cVJFGP5NPG— Shahak Shapira (@ShahakShapira) May 22, 2017 Ljósmyndin umrædda af Donald Trump, Bandaríkjaforseta og leiðtogum Egyptalands og Sádi-Arabíu.Vísir/AFPÁ myndinni sem tekin var í gær virðast Norðurlandaráðherrarnir vísa í þennan fund Donalds Trump og leiðtoga Egyptalands og Sádi-Arabíu á gamansaman hátt. Þeir hafa þó valið öllu tilkomuminni knött, fótbolta, fyrir tilefnið. Síðari fundardegi Norðurlandaráðherra í Bergen lauk í dag. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, átti tvíhliða fundi með öllum forsætisráðherrum Norðrlanda og ræddi meðal annars útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og nýafstaðinn leiðtogafund NATO í Brussel.nordic prime minister meeting. the orb of world domination loses power and is somewhat less threatening on these latitudes. pic.twitter.com/t5K7NfQOqu— Jussi Karlgren (@jussikarlgren) May 29, 2017
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira