Telur formennsku útvarpsstjóra ekki hafa áhrif á hlutlægni fréttastofu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2017 13:31 Rakel Þorbergsdóttir segir útvarpsstjóra ekki hafa nein áhrif á fréttastofuna og vill meina að trúverðugleikinn standi traustum fótum. Óðinn Jónsson telur hins vegar aðhaldshlutverkið í uppnámi. „Formennska útvarpsstjóra í jafnréttisráði hefur engin áhrif á getu fréttastofunnar til að fjalla um ráðið eða mál tengd því. Fréttastofan er sjálfstæð og óháð ritstjórn sem útvarpsstjóri hefur engin afskipti eða áhrif á,“ segir í svari Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra RUV við fyrirspurn Vísis.Í gær tilkynnti Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra að hann hafi skipað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra formann jafnréttisráðs. Ekki virðast neinar efasemdir, hvorki hjá ráðherra né útvarpsstjóra, hafa vaknað um að það kynni að hafa áhrif á stöðu RUV, að aðhaldshlutverk fjölmiðilsins og óhæði gæti þar með verið teflt í voða.Á RUV að veita ráðherra aðhald? Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður á RUV, fyrrverandi fréttastjóri þar en hann skrifaði á sínum tíma ítarlegar siðareglur fyrir stofnunina og telst sem slíkur sérfróður um fagleg atriði sem lúta að fréttamennsku, telur hins vegar engan vafa leika á því. Hann varpaði fram eftirfarandi spurningu á Facebooksíðu sinni í gær: „Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er skipaður án tilnefningar til að leiða ráðgefandi nefnd á pólitísku sviði ráðherrans sem skipaði hann. Ætli þetta hafi gerst áður? Jafnréttisráð veitir vonandi ráðherranum og fleirum aðhald. Hver á að veita Jafnréttisráði aðhald? Ríkisútvarpið?“Telur trúverðugleika hinn sama og áður Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla hlýtur það að snúa að aðhaldshlutverki gagnvart hinu opinbera og ráðandi öflum. En, Rakel telur hins vegar trúverðugleika fréttastofu RUV standa óhaggaðan þrátt fyrir þessa skipan Þorsteins. „Við nálgumst allar opinberar stofnanir, fyrirtæki, hagsmunaðila og aðra sem við fjöllum um með sama hætti. Beitum sömu vinnubrögðum og óhlutdrægni. Eftirlit og aðhald fréttastofunnar sem fjölmiðils er því ekki hætta búin og þessi skipan á ekki að rýra trúverðugleika fréttastofunnar.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
„Formennska útvarpsstjóra í jafnréttisráði hefur engin áhrif á getu fréttastofunnar til að fjalla um ráðið eða mál tengd því. Fréttastofan er sjálfstæð og óháð ritstjórn sem útvarpsstjóri hefur engin afskipti eða áhrif á,“ segir í svari Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra RUV við fyrirspurn Vísis.Í gær tilkynnti Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra að hann hafi skipað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra formann jafnréttisráðs. Ekki virðast neinar efasemdir, hvorki hjá ráðherra né útvarpsstjóra, hafa vaknað um að það kynni að hafa áhrif á stöðu RUV, að aðhaldshlutverk fjölmiðilsins og óhæði gæti þar með verið teflt í voða.Á RUV að veita ráðherra aðhald? Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður á RUV, fyrrverandi fréttastjóri þar en hann skrifaði á sínum tíma ítarlegar siðareglur fyrir stofnunina og telst sem slíkur sérfróður um fagleg atriði sem lúta að fréttamennsku, telur hins vegar engan vafa leika á því. Hann varpaði fram eftirfarandi spurningu á Facebooksíðu sinni í gær: „Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er skipaður án tilnefningar til að leiða ráðgefandi nefnd á pólitísku sviði ráðherrans sem skipaði hann. Ætli þetta hafi gerst áður? Jafnréttisráð veitir vonandi ráðherranum og fleirum aðhald. Hver á að veita Jafnréttisráði aðhald? Ríkisútvarpið?“Telur trúverðugleika hinn sama og áður Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla hlýtur það að snúa að aðhaldshlutverki gagnvart hinu opinbera og ráðandi öflum. En, Rakel telur hins vegar trúverðugleika fréttastofu RUV standa óhaggaðan þrátt fyrir þessa skipan Þorsteins. „Við nálgumst allar opinberar stofnanir, fyrirtæki, hagsmunaðila og aðra sem við fjöllum um með sama hætti. Beitum sömu vinnubrögðum og óhlutdrægni. Eftirlit og aðhald fréttastofunnar sem fjölmiðils er því ekki hætta búin og þessi skipan á ekki að rýra trúverðugleika fréttastofunnar.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira