Brexit herferð Secret Solstice vekur athygli: Tilboð sem býðst Íslendingum líka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 19:02 Veggspjöld líkt og þessi eru víðsvegar um London. Sveinn Rúnar Einarsson Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira