Innlent

Plastpokarnir virðast á útleið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Plastpokar eru á útleið
Plastpokar eru á útleið Nordicphotos/Getty

Verulega hefur dregið úr sölu plastpoka á Íslandi undanfarna mánuði, allt upp í tuttugu prósent í sumum verslunum.

Þetta segir Björn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Umhverfissjóðs verslunarinnar – Pokasjóðs. Dregið hafi úr sölunni jafnt og þétt síðustu ár en nýverið hafi samdrátturinn verið hraðari.

Björn segir að samkvæmt útreikningum Pokasjóðs hafi nærri milljón fjölnota poka selst á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir það hafi samdráttur í sölu plastpoka ekki verið til jafns við þróunina í nágrannalöndunum.

Íslendingar virðist þó vera að taka við sér og séu verslanakeðjur búnar að selja fleiri merkta fjölnotapoka undanfarið. Til að mynda hafi verið seldir rúmlega 300.000 fjölnotapokar með merki Bónuss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.